Saga - 1968, Síða 86
82
JÓN BÖÐVARSSON
annan blæ en í A, þó efni og orð sé í raun hið sama."1) Finn-
ur Jónsson er að mestu leyti sömu skoðunar um muninn
á gerðunum.2)
Sú skoðun er ríkjandi, að höfundur A hafi sleppt öllu,
sem varðaði deilur Þorláks við Oddaverja og aðra höfð-
ingja landsins af tillitssemi við Pál biskup. Ekki þekki ég
dæmi þess, að fræðimenn hafi sett fram aðrar skoðanir,
en margir hafa haldið þessu fram.3)
Mér finnst þessar skýringar ekki viðhlítandi.
1 fyrsta lagi tel ég, að höfundur B hafi talið þá mynd,
sem dregin er upp af Þorláki í A, ranga í grundvallaratrið-
um og riti verk sitt til þess að leiðrétta rangtúlkanir í eldri
sögunni. — 1 öðru lagi tel ég það ekki nægilega skýringu á
þögn A um deilur Þorláks við höfðingja, að Páll biskup var
náskyldur báðum aðalleiðtogum hinna stríðandi afla. Mun
ég reyna að færa rök að þessum skoðunum. —
Fyrst er rétt að virða örlítið fyrir sér lýsingu Þorláks í A.
Hann er þar mildur kirkjuhöfðingi og fésýslumaður
ágætur, býsna líkur gömlu biskupunum, sem Hungurvaka
segir frá.4) Deilur hans við höfðingja virðast sízt meiri en
nauð sú hin mikla, sem ísleifur hafði fyrir sakir óhlýðni
manna5), enda skorti Isleif fátt til að verða helgur.6) í hóg-
værð og lítillæti stendur Þorlákur ekki að baki nafna sínum
1) Bisk.s. I, XLIII.—VI. bls.
2) „Blot en overfladisk sammenligning mellem de to sagaer viser
straks, at redaktören helt og holdent har taget den gamle saga, og
indsat í den, netop hvad der dér manglede, Torlaks stridigheder med
höfdingerne." Litt. hist. II., 571. bls.
3) T. d. Guðbrandur Vigfússon (Bisk s. I., XLIII,—XLIV. bls.); Finn-
ur Jónsson (Litt. hist. II., 571. bls.); Mogk (GGP II., 792. bls.) og Jón
Helgason (Corp. cod. Isl. XIX., 14. bls.).
4) Frásögn Hungurvöku leiðir í ljós, að fimm fyrstu Skálholtsbisk-
uparnir hafa verið skapólikir menn, — en rétt virðist mér samt þessi
athugasemd Paasches: „Men hverken i karakteristiken eller i fortæll-
ingen som fölger den, gaar skillet dypt; fremstillingen stanser i et
ideal.“ (Litteraturh. I., 260. bls.).
5) Bysk s. I., 77. bls.
6) Sama rit, 79. bls., og Bisk s. I., 454. bls.