Saga - 1968, Síða 87
ELDRI OG YNGRI GERÐ ÞORLÁKS SÖGU
83
Runólfssyni.1) Hann er mannasættir eins og Magnús Ein-
arsson,2) leggur á sig föstur og meinlæti eins og Klæng-
ur.3) Brúður Þorláks er kirkjan.4) Svo virðist, sem í hon-
um búi allir beztu kostir hinna fyrri biskupa og sem slíkur
verði hann dýrlingur. Hvergi kemur berlega fram, að
kirkjustjórn hans hafi verið með öðrum hætti en fyrr tíðk-
aðist. Ekki er nefnt, að Þorlákur hafi verið andvígur hinni
innlendu kirkjustefnu og barizt gegn henni. Þess er ekki
heldur getið, að á biskupsárum hans var bannað áð prest-
vígja goðorðsmenn.
Hin algera þögn um baráttu Þorláks við innlenda höfð-
ingjavaldið er ekki vangá. Það hefur höfundur B vitað —
og vel skilið, að lýsing hins ástsæla dýrlings í A var kirkju-
valdsstefnunni skaðsamleg, og gerir því í upphafi bókar *
sinnar svofellda grein fyrir markmiði sínu:
„Þat dregr oss mjök til at skrifa líf ok jarteignir þessa
virðuligs herra ok andaligs föður, at í fornum framburði
sögunnar virðist oss hann varla hafa verðuga minníng af
þeim þrautum ok meingerðum, sem hann hefir þolat af sín-
um mótstöðumönnum, þeim sem upp vóru á kirkjunnar
skaða í hans biskupsdómi, ok af þessu efni þikkir oss minna
talat, en vér vildim."5)
Þess vegna er Oddaverjaþáttur saminn, og í formála
hans stendur:
„ . . . því er vel fallit þessu næst, at með eiginligu máli
ok atburðum heyrist þeir váttar, er þat prófa, hversu mak-
%r Þorlákr var at bera hirðisnafnit ok reiknast eilífliga
milli þeirra biskupa, er framfylgdu lögum almáttugs guðs
í fremsta megni . . .“°)
Greinilegt er, að sá, sem skráði Oddaverjaþátt, hefur
Þ Bysk s. I., 93.-94. bls.
2) Sama rit, 99.—101. bls.
3) Sama rit, 111. bls.
Sama rit, 93. bls., og Bisk s. I., 268. bls.
5> Bisk s. I„ 264. bls.
6> Bisk s. I., 280. bls.