Saga - 1968, Síða 88
84
JÓN BÖÐVARSSON
talið baráttu Þorláks fyrir auknum réttindum kirkjunnar
höfuðatriði. Ætla má, að heittrúarmenn hafi talið Þorlák
óverðan dýrlingsnafns, ef aðeins ætti að dæma eftir forn-
um framburði sögunnar. Hann var í þeirra augum stríðs-
maður hinnar alþjóðlegu kirkju. Ósigur hans skipaði hon-
um því á bekk í nánd við píslarvotta kirkjunnar.
Nú verða rakin nokkur dæmi þess, hve mismunandi mat
er lagt á menn og málefni í þessum tveim gerðum sögunn-
ar, sem að gamalli venju kallast hér oftast A og B.
Af A mætti ætla, að jafnan hafi verið kært með Þorláki
og Oddaverjum. Þeirra er aldrei getið nema að góðu. Um-
mælin um Eyjólf Sæmundsson eru lofsamleg.1) Jón Lofts-
son er aðeins einu sinni nefndur, — er hann fer með Þor-
láki biskupsefni í Skálholt.2) Þorsteinn Jónsson er ekki
nefndur. í B eru höfð hófsamlegri orð um Eyjólf3), þótt
hann fái góðan dóm, en feðgarnir, Jón og Þorsteinn, eru í
Oddaverjaþætti títtnefndir mótgjörðamenn biskupsins á
kirkjunnar skaða. Þar er mikil reisn yfir Jóni. Höfundur
B vill unna Jóni sannmælis, þótt hann beri til hans þungan
hug. Kaflinn um deilur Þorláks og Jóns vegna Ragnheiðar
Þórhallsdóttur er með Sturlungaaldarsvip4), en í hans stað
segir um systur Þorláks í A: „ . . . hafði hann mjök lánga
skapraun af þeirra háttum, er eigi váru eptir hans skap-
lyndi; en þó kom þat til góðra lykta um síðir, með guðs
miskunn ok góðu tilstilli þeirra manna, er lut áttu í, ok góð-
vilja þeirra sjálfra."5)
En fróðlegast er að bera saman afstöðuna til Páls Jóns-
sonar. Samsvarandi frásagnir eru upphaf 18. kafla í A og
1) Bisk. s., I. 90. bls.
2) Sama rit, 99. bis.
3) Sama rit, 265. bls. 1 þessum kafla er Oddi nefndur „hinn æzti
höfuðstaðr" (90. bls.), og fær það að standa í B (265. bls.), — en draga
má úr oflæti staðarins. t upphafi 7. kafla (268. bls.) er Kirkjubær einn-
ig nefndur þessu nafni, höfuðstaðr, en í A stendur aðeins bær (94. bls.)-
4) Bisk s. I„ 289.-293. bls.
5) Sama rit, 92. bls.