Saga - 1968, Side 90
86
JÓN BÖÐVARSSON
mönnum, en þann er fémestr var gaf hann biskupi þeim,
sem eptir sik kæmi, ok vildi hann þat eigi ákveðum leiða,
hverr sá mundi vera."1)
Páll sýnir Þorláki meiri ræktarsemi en aðrir frændur
hans, sem göfugir voru. Þorlákur gefur honum fingurgull,
sem að vísu er vígt, en Páll er ekki viðstaddur, þegar Þor-
lákur lætur af fjárforráðum, og biskup vill ekki um það
segja, hver verða muni eftirmaður hans. Þorvalds Gizurar-
sonar, sem síðast varð kanúki í Viðey, er nokkuð ákveðnar
getið við þessa atburði í B en A, án þess að nokkur önnur
heimild en A virðist liggja B til grundvallar.
Athyglisverður frásagnarmunur kemur einnig fram
varðandi ýmsa kirkjunnar menn.
A segir, að Þorlákur hafi vígt „til ábóta í Veri Guðmund
Bjálfason, góðan mann ok réttlátan, mildan ok metnaðar-
lausan.“2) B getur hans ekki. — B dregur úr hrósi því, sem
á Bjarnhéðin prest er hlaðið í A.3)' 1 B er rætt um Guð-
mund prest hinn góöa.4) Samsvarandi kafli er að vísu ekki
í A, en Guðmundur er nefndur þar einu sinni,5) án þessa
auknefnis. Vera má, að þessi munur sé lítilsverður, en ekki
er þáð víst, og vil ég því aðeins dvelja við eitt dæmi af þessu
tagi. — Sagt er frá þeim mönnum, sem í biskupskjöri voru
með Þorláki.
A segir:
„Þá er umræða tókst um þetta mál, þá váru iij menn
undir kosníng nefndir, þeir er bezt þóttu til fallnir af öll-
um, ok var einn af þeim Þorlákr ábóti. Annarr ábóti hét
Ögmundr, hinn mesti skörúngr. Þriði var prestr, er Páll
hét, lærdómsmaðr mikill ok hinn mesti búþegn.“6)’
1) Sama rit, 295. bls., sbr. 110. bls.
2) Bisk. s. I., 106. bls. — Dauða hans er getið í Páls sögu, 147. bls. —
3) Sama rit, 94. og 268. bls.
4) Sama rit, 313. bls.
5) Sama rit, 123. bls., — þ. e. aftan við jarteiknaþáttinn.
6) Sama rit, 98. bls.