Saga - 1968, Page 91
ELDRI OG YNGRI GERÐ ÞORLÁKS SÖGU
87
B segir:
„Ok þá er um var talat þetta vandamál, vóru menn undir
kosníng nefndir, þeir er bezt þóttu til fallnir, ok var einn
af þeim herra Þorlákr ábóti, annarr ögmundr ábóti, hinn
þriði góðr prestr ok göfugr, sá er Páll hét, lærdómsmaðr
mikill og bezti búþegn.“3)
Skiljanlegt er, hvers vegna annar ábótinn er herraður en
hinn ekki, — en hví má ögmundur ekki vera skörungur
áfram, fyrst verðleikar Páls eru meiri gerðir en í A?
Ögmundur Kálfsson var ábóti í Flatey og síðar Helga-
felli. Þar var kanúkasetur: „Til er enn máldagi staðarins að
Helgafelli, gerður skömmu eftir að klaustrið hafði verið
flutt þangað. Af honum má ráða, að stjórn klaustursins
hefur ekki farið algerlega eftir kanóniskum réttiífyrstu.“1 2)’
Þetta og fleira vekur grun um, að höfundur B hafi verið
kanúki.
Ihugunarverður er þessi munur á frásögn:
A: „Fyrir þeim bæ í þí héraði, er annarr var beztr, réð
sá maðr, er Þorkell hét.“3)
B: „Firir þeim bæ öbrum, er beztr var í því héraði, réð
sá maðr, er Þorkell hét.“4)
„Þykkvabæjarklaustur var lengi höfuðsetur kirkjuvalds-
stefnunnar,“5 6) en í Kirkjubæ á Síðu, þar sem Þorlákur
undi bezt,G) var síðar nunnuklaustur af Benediktsreglu.
Það er meira að segja ekki fráleitt að láta sér detta í hug,
áð B hafi verið samið í Þykkvabæ.
A: „Hann fór þá í Kirkjubæ ok skoraði á Þorlák, at hann
réðist til;7)’
B: „Fór hann þá upp í Kirkjubæ ok treysti á sira Þor-
1) Sama rit, 272. bls.
2) Jón Jóhannesson: Isl. saga I., 232. bls.
3) Bisk s. I., 95. bls.
4) Sama rit, 269. bls.
5) Jón Jóhannesson: Isl. saga I., 231.—232. bls.
6) Bisk s. I., 96. bls. — Sjá til samanburðar 270. bls. Ágætari er stað-
Urinn í augum þess, sem eldri söguna samdi.
7> Bisk s. I., 95. bls.