Saga - 1968, Síða 93
ELDRI OG YNGRI GERÐ ÞORLÁKS SÖGU
89
skyldu nú allir vera undir biskupa valdi, eptir þeim skiln-
íngi, sem hann sagði vátta postulanna reglu ok setníngar
heilagra feðra. Ok ifir svá greindum boðskap fær hann
honum sín opin bréf, kirkjunnar rétti fram at fylgja um
allt Skálholts biskupsdæmi, hver nývígðr biskup, sæll Þor-
lákr, við tekr ok tracterar, flytr ok fram berr, sem síðarr
mun greina í þessi sögu."1)'
Þessu sleppir A algerlega sem öðru um staðamál.
Þegar þess er gætt, hve nákvæm yngri sagan er um
allt, sem að kirkjumálefnum lýtur, verður skiljanlegt, að
höfundur hliðrar sér hjá því að segja berum orðum, að
Þorlákur hafi aðeins verið 15 vetra, er Magnús biskup
úó;2) — þá var Þorlákur djákn að vígslum, varð prestur
skömmu síðar. Þetta er Þorláki til vegsemdar, en hins ber
að gæta, að ólögmætt var að prestvígja menn svo unga.
Þess vegna má einungis lesa þetta milli línanna í B.3)
Vandlega er þess gætt í B, að niður falli allt, sem gefur
til kynna áhrif alþýðunnar (leikmanna) á stjórn kirkju-
mála. Verða hér sýnd tvö dæmi um þetta atriði.
A segir:
„Var þá síðan staðr settr í Þykkvabæ, at ráði ok for-
Klængs biskups ok allra héraðsmonna, ok síðan rézt Þor-
lákr þangat, ok var þar þá sett kanoka setr. En þann dag,
er Þorlákr fór á brott alfari ór Kirkjubæ, þá leiddi alþýSci
manna hann or garði . . . “4)
B segir:
„Var þá síðan klaustr sett í Þykkvabæ at ráði ok for-
sjó Klængs biskups ok annarra vitra manna, ok réðst þá
sira Þorlákr þangat. En þann dag, er hann fór brott or
Kirkjubæ, þá leiddi allr bæjarlýðrinn hann or garði . . .“5)’
1) Bisk s. I., 275. bls.
2) Sama rit, 91. bls. Sjá til samanburBar 265.—266. bls
3) Sama rit, 265. bls.
4> Sama rit, 96. bls.
5> Sama rit, 270. bls.