Saga - 1968, Page 94
90
JÓN BÖÐVARSSON
Um Bjamhéðin í Kirkjubæ segir:
A: „í þann tíma réð fyrir bæ, er í Kirkjubæ heitir á
Síðu, ágætr kennimaðr, sá er Bjarnhéðinn hét, ok
var hinn dýrðligsti maðr at alþýðu dómi. Hann var
vitr maðr ok vinsæll . . .“1).
B: „1 þann tíma var ágætr kennimaðr í höfutstað þeim
er heitir í Kirkjubæ, sá er Bjarnhéðinn hét, hann var
vitr ok vinsæll."2)
Það er ekki svo, að höfundur B geti ekki skráð á bók
orðið alþýða. Hann notar það sjálfur í innskotskafla, sem
ekki er í A,3) en alþýðu dóm eða alþýðu forsjá um kirkju-
leg málefni má auðvitað ekki nefna fremur en íhlutunar-
rétt veraldlegra valdsmanna. Annað mál er það, hvernig
alþýðan tekur gerðum hlutum.
Mikilsvert er, að menn leggi réttan skilning í orðið
höfðingi:
A: „ . . . ok með honum Jón Loptsson, er þá var mestr
höfðíngi á íslandi . . .“4 5).
B: „ ... ok með honum Jón Loptsson, er þá var höfðíngi
mestr á íslandi af leikmönnum.“r>)
A: „ok lét bera fram bréf sín Páli biskupi ok öðrum
höfSíngjum . . . þá höfðu menn stefnur um þessi mál,
ok var Páll biskup leiðitamr ok óeinráðr í þessum
málum sem mörgum öðrum viö aöra höföíngja lands,
ok [um] meðferð þessa fagnaðar.*'6)1
B: „ . . . ok lét þar bréf sín fram bera firir Pál biskup
ok aðra læröa menn . . .
... Páll biskup bar þetta stórmæli um heilagleik Þor-
láks biskups ok jarteinagjörð firir hina vitrustu
1) Bisk s. I„ 94. bls.
2) Sama rit, 268. bls.
3) Sama rit, 273. bls. — Sjá og nm.2)
4) Sama rit, 99. bls.
5) Sama rit, 273. bls.
6) Sama rit, 115. bls. — Þetta er í jarteiknaþættinum.