Saga - 1968, Síða 95
ELDRI OG YNGRI GERÐ ÞORLÁKS SÖGU 91
menn á þínginu ok hafði þar at margar stefn-
ur.“i)
En þau eru fleiri orðin, sem ónákvæmlega er með farið
í A.
A „. . . ok var þar við staddr Páll prestr, frændi
hans.“1 2 3)
B: „. . . var þar við staddr Páll djákn, frændi
hans, . . .“8 9)\
A: „En guðs kristni hefir lengi eflzt ok magnazt ok
vaxit vandi lærðra manna, fyrir boðorSa sakir.. ,“4) .
B: „En guðs kristni hefir lengi magnazt ok vaxit vandi
lærðra manna, firir forboða, sakir . . . “5).
En fyrst kastar tólfunum í hinni virðulegu frásögn af
líkamsdauða dýrlingsins.
A: „Þorlákr biskup andaðist á Þórsdag, einni nótt fur
jólaaptan. . .“6)\
B: „Hann andaðist fimta dag viku, heldr síð dags, einni
nátt firir atfangs dag jóla.“7)
Því er haldið fram í B, að Þorlákur hafi mælzt undan
biskupskjöri.8) Það þótti „við eiga á miðöldum, að menn
létu ganga eftir sér, áður en þeir tóku að sér biskups-
starf“8). í A er hins vegar ekki gefið í skyn, áð Þorlákur
hafi verið því andvígur að taka biskupskjöri, heldur má
af frásögninni skilja, að honum hafi ekki verið óljúft að
ganga undir tignina.10)
1) Bisk s. I., 303. bis.
2) Sama rit, 112. bls.
3) Sama rit, 299. bls.
4) Sama rit, 93. bls.
5) Sama rit, 267.-268. bls.
6) Sama rit, 112. bls. — Á 106. bls. er fjórum sinnum nefndur frjá-
dagur, en i B (294. bls.) stendur þrívegis föstudagur.
?) Sama rit, 299. bls.
8) Sama rit, 273. bls.
9) E.Ó.S.: Páls saga, 1954, 5. bls.
10) Bisk s. I., 98.-99. bls.