Saga - 1968, Qupperneq 96
92
JÓN BÖÐVARSSON
í A er sagt frá drykksæld Þorláks1) og minnzt á það
eftirlæti, sem guð „hefir mest veitt mönnum þessa heims
luta.“2) Þessi jarðnesku gæði nefnir höfundur B ekki í sögu
dýrlingsins. Þar hefur Þorlákur samt ekki yfirbragð hins
algera meinlætamanns. „Þorlákr biskup lét opt skemta
bæði sögum ok kvæðum, kveðandi ok hörpuslætti. Hann
hendi ok mikit gaman at öllu tali því, er hyggilegt var ok
hann sá, at til nokkurrar nytsemdar kom, varð hann af
slíku ástsæll af öllum þeim, er hjá vóru.“3) Einnig segir
í B, „at fyrra hlut sinna lífdaga sýndist hann fylgja heim-
inum fyrir nokkura grein.“4)
Mörg fleiri dæmi mætti tína til. En þau, sem nú hafa
verið rakin, ættu að nægja til þess að sýna, að talsver'ður
munur er á sögunum tveim, þótt hin yngri sé skilgetið af-
kvæmi eldri gerðarinnar. Samt þykir mér rétt að drepa á
eitt atriði enn, áður en skilizt er við þetta efni.
í B er ræða Gizurar Hallssonar5) tvöfalt lengri. Víða
er orðalag hið sama og í A, en engin málsgrein er þó ná-
kvæmlega eins á báðum stöðum. Sum efnisatriði A-gerðar
eru ekki nákvæmlega rakin í B. Frásagnarmunurinn er
þess eðlis, áð sá grunur fær byr, að höfundur B hafi ekki
haft A fyrir sér við ritun sögu sinnar. Þetta atriði er
lítilvægt eitt sér, en fleiri atriði mætti telja, sem styrkja
þennan grun.
I upphafi þessa spjalls var lítillega að því vikið, hvernig
A lýsir Þorláki og hvað dró höfund B til að endursemja
verkið og breyta ásýnd dýrlingsins. Ýmislegt bendir til
þess, að yngri sagan hafi verið sett saman á tímum Árna
biskups Þorlákssonar, sem staðamálum hreyfði að nýju og
bar fram til sigurs þau baráttumál kirkjunnar, sem Þor-
1) Bisk s. I., 108. bls.
2) Sama rit, 106. bls.
3) Sama rit, 294. bls.
4) Sama rit, 263. bls.
5) Sama rit, 113. og 299,—300. bls.