Saga - 1968, Side 101
ÆTTIN GlSLA BÓNDA
97
á þeim tímum, að hann mætti með réttu hljóta þetta viður-
nefni hjá síðari tíma mönnum, og engin heimildanna gefur
undir fótinn me'ð það, að hann hafi verið sonur Andrésar
hirðstjóra Gíslasonar, sem öruggar heimildir telja úr Mörk,
svo sem síðar verður greint. Það verða heldur engin líkindi
dregin af heimildum þessum, um að Gísli hafi átt Mörk eða
búið þar eða verið við þá jörð kenndur. Hér er að sjálf-
sögðu að ræða um Mörk undir Eyjafjöllum, sem var stór-
býli, þótt ekki sé það berum orðum sagt í heimildunum, en
ekki t. d. Mörk á Landi, sem var smájörð.
Gísli Andrésson hefur áð vísu verið af höfðingjaættum,
svo mikið má fullyrða. Hann er meðal helztu virðingar-
manna landsins á fyrra hluta 15. aldar, svo sem sjá má af
því, að hann er meðal þeirra, sem undirrita hyllingarskjöl
til Eiríks konungs af Pommern.1)
I nafnaskránni við IV. b. fombréfasafnsins er talið vera
átt við Gísla Andrésson úr Mörk á bls. 406 þess bindis.
Neðanmáls á þessari blaðsíðu stendur: „Það er Gísli
Andrésson, og er hans getið 1399 og 1409 (D. I. III 649,
723) og enn 1419 (D. I. IV 330)“.
Skjal það, sem Gísla er getið í, er gjafabréf Lofts Gutt-
ormssonar til laungetinna sona hans með Kristínu Odds-
dóttur, dagsett á Möðruvöllum í Eyjafirði 20. apríl 1430.
í lok þess skipar Loftur ómagavist á nokkrum jörðum sín-
um og hljóðar þannig sá kafli bréfsins, sem hér skiptir
^iali: „ . . . og svo skipa ég mínum lögligum erfingjum, að
omagi skal fæðast æfinliga á öllum þeim höfuðbólum, er
þeir erfa eftir mig: Á Skarði, Flatey, Galtardalstungu
skulu þeir vera af Skarðsverjaætt. En af Möðrufellinga-
(á) Möðruvöllum, Lögmannshlíð, Ásgarðsbrekku, Sjáv-
arborg, Másstöðum, Ásgeirsá. En Páls ætt Þorvarðssonar
a Eiðum, Njarðvík og Ketilsstöðum. En af ættinni Gísla
bónda í Mörk og Dal undir Eyjafjöllum . . . “.
Hér er fyrst skipuð ómagavist manna úr Skarðverjaætt,
D D. I. iv 269.
7