Saga - 1968, Qupperneq 102
98
EINAR BJARNASON
karllegg föðurættar Lofts, næst úr Mö'ðruvellingaætt,1)
karllegg móðurættar Lofts, í þriðja lagi úr ætt Páls á Eið-
um Þorvarðssonar, karllegg föðurættar Ingibjargar konu
Lofts, og loks í fjórða lagi „af ættinni Gísla bónda“, sem
samræmis vegna verður að ætla að sé karlleggur móðurætt-
ar Ingibjargar.
Hér verður að gæta þess að verða ekki fyrir þeim áhrif-
um af bæjarnafninu „Mörk“, sem kemur rétt á eftir nafni
Gísla, að menn ætli, að Gísli hafi búið í Mörk, en vel má
samt vera, áð þar hafi hann búið og átt jörðina. Það segir
gjafabréfið ekkert um, heldur einungis, að á jörðunum
Mörk og Dal undir Eyjafjöllum skuli fæða ómaga af ætt-
inni Gísla bónda. Af gjafabréfinu má hins vegar ráða það
með vissu, að jarðirnar, sem liggja saman, eru komnar í
eigu Lofts og Ingibjargar, en svo sem fyrr segir, er Andrés
Gíslason, hirðstjóri, sem kemur við sögu á þriðja fjórð-
ungi 14. aldar, þannig kenndur við Mörk, að líkur benda
eindregið til þess, að hann hafi bæði búið á þeirri jör'ð og
átt hana. „Gísli bóndi“ er ekki feðraður í gjafabréfinu, og
ekkert bendir til þess, að hann hafi verið Andrésson, en
engan Gísla þekkja menn, sem sennilegra er, að átt sér við
þar, en Gísla föður Andrésar hirðstjóra, með því að í ætt
Andrésar virðist jörðin hafa verið, er menn vissu síðast,
á'ður en hún komst í eigu Lofts og Ingibjargar. Gísli
Andrésson, sem að framan er nefndur, er eflaust sá, sem
annálar telja hafa dáið 1428, þá væntanlega ekki yngri en
um sextugt.
Ef við karllegg ættar Sesselju Þorsteinsdóttur, móður
Ingibjargar Pálsdóttur, er átt með „ættinni Gísla bónda“ í
gjafabréfinu, er fráleitt, að hún hafi verið kennd við mann,
sem varla var eldri en Sesselja, sennilega yngri, og svo ný-
dáinn þegar gjafabréfið er skráð, að varla gat verið um
að ræða „ætt“ frá honum enn. Ég tel því útilokað, áð við
1) „Möðrufellingaastt" er að öllum líkindum ónákvæmni ritara eða
afritara. Sjá D. I. IV 306. Ásgarðsbrekka á að vera Ásgeirsbrekka.