Saga - 1968, Page 103
ÆTTIN GÍSLA BÓNDA
99
Gísla Andrésson sé átt á hinum tilvitnaða stað í IV. b. forn-
bréfasafnsins. Hins vegar eru mjög verulegar líkur fyrir
því, að átt sé við Gísla föður Andrésar hirðstjóra. Til þess
bendir eignarhaldið á jörðinni Mörk, sem vel má ætla, að
Gísli sá hafi átt. Hann er væntanlega fæddur seint á 13.
öld, og kæmi mjög vel heim, að Sesselja væri sonardóttir
hans, tímans vegna. Ekkert vita menn um niðja Andrésar
hirðstjóra Gíslasonar, en hafi hann einhverja átt, og þeir
hafi dáið t. d. í svartadauða, hefur Sesselja eða Ingibjörg
dóttir hennar getað erft Mörk.
Jörðina Dal undir Eyjafjöllum, sem ómagi úr ætt Gísla
bónda átti einnig að hafa vist á, eignaðist Loftur á sínum
tíma. Fyrir dómi á Kirkjulæk í Fljótshlíð 23. október 1475
lét Þorleifur Björnsson, dóttursonur Lofts, lesa bréf um
það, að Guðrún Haraldsdóttir fékk Lofti til fullrar eignar
Efra-Dal undir Eyjafjöllum í sín þjónustulaun. Væntan-
lega hefur þetta orðið einhvern tíma nálægt 1400, áður en
Loftur sjálfur reisti bú eða skömmu eftir það. Fyrir dóm-
inn kom vitneskja um það, að jörðin hefði verið dæmd af
Guðrúnu í hendur Helga Styrssyni og er þar talið, að Jón
lögmaður Ásmundsson hafi úrskurðað þann dóm löglegan.
Lögmaður með þessu nafni þekkist ekki úr öðrum heim-
ildum og raunar enginn maður með því nafni frá þessum
tímum, sem ætla mætti, að hefði verið lögmaður, en mjög
er hæpið að rengja nafnið, sem til er í tvennum afskriftum
frá 1480. Hins vegar er nokkurn veginn víst, hverjir voru
lögmenn sunnan og austan á þeim árum, sem hér getur
verið um að ræða, nema á árunum 1405—1409, en Narfi
Sveinsson mun sennilega hafa sagt af sér lögmennsku á
Alþingi 1405, vegna þess áð hann fór utan á því ári; og
nienn vita, að á Alþingi 1409 er Oddur leppur Þórðarson
orðinn lögmáður og gæti það hafa orðið á því ári, en raun-
ar einnig fyrr.
Einhver Jón Ásmundsson, sem nú er ekki lengur kunn-
ur, gæti hafa verið lögmaður fá ár einhvern tíma á þessu
bili og þá væntanlega strax frá 1405, og á þeim árum hefur