Saga - 1968, Side 104
100
EINAR BJARNASON
Helga einmitt getað verið dæmd jörðin. Hvernig sem svo
hefur á því staðið, virðast niðjar Lofts hafa haldið henni
þangað til 1475.x)
ANDRÉS GÍSLASON
Gottskálksannáll segir m. a. við árið 1355, að þá hafi
Andrés Gíslason farið utan. Sami annáll segir við árið 1357,
að þá hafi komið út Þorsteinn Eyjólfsson, en Andrés Gísla-
son, Jón Guttormsson og Árna Þórðarson hafi borið að
Hjaltlandi og þeir verið þar um veturinn. Annállinn segir
enn við árið 1358, að Andrés Gíslason og Árni Þórðarson
hafi komið út, en Hjaltar hafi dæmt Jón Guttormsson til
Noregs á konungs miskunn, og hann hafi svo komið út
samsumars.1 2) Lögmannsannáll segir við árið 1358, að á
því sumri hafi komið út konungsbréf um það, að Árna Þórð-
arsyni og Andrési Gíslasyni voru skipaðir Austfirðinga-
fjórðungur og Sunnlendingafjórðungur, en Þorsteini frá
Urðum og Jóni skráveifu Norðlendingafjórðungur og Vest-
firðingafjórðungur til hirðstj órnar. Þessir fjórir hefðu
leigt allt fsland með sköttum og skyldum í þrjú ár af kon-
ungi. Annállinn segir, að visitatores, þ. e. Eysteinn bróðir
Ásgrímsson og Eyjólfur kórsbróðir Brandsson, sem erki-
biskup hafði sent hingað til lands, hafi farið kirkjunnar
vegna, en hinir fyrrnefndu leikmanna vegna um allt ís-
land „aflandi og heimtandi peninga af lærðum sem leikum
sem þeir kunnu að fá, átti undir þessu at standa landsfólkið
og þyngt med slíkum afdrætti etc.“3)
Flateyjarannáll segir við sama ár, að það sumar hafi
komið út Árni Þórðarson og Andrés Gíslason með hirð-
stjórn yfir Austfirðingafjórðung, en Þorsteinn Eyjólfsson
frá Urðum um Norðlendingafjórðung og Vestfirðinga-
1) D. I. V 802—804.
2) Isl. Ann., G. Storm, 357. — 3) S. st. 277.