Saga - 1968, Síða 105
ÆTTIN GlSLA BÓNDA
101
fjórðung. Annállinn sleppir því að geta þess, að Jón Gutt-
ormsson hafi tekið Vestfirðingafjór'ðung, og eru það ef-
laust mistök, með því að hann segir strax á eftir, að „þessir
4“ hafi leigt landið af konungi með sköttum og skyldum
í 3 ár.1)
Gottskálksannáll segir við árið 1359, að þá hafi Andrés
Gíslason farið utan.2) Lögmannsannáll segir við árið 1360,
að þá hafi Gyrður biskup, Andrés úr Mörk og fjöldi manns
ætlað að sigla til Noregs á litlu kaupskipi, en þegar svo
langt hafði verið siglt, áð varla sá til lands, hafi skipið
sokkið með öllu gózi, en menn hlaupið í bát. Þá hafi hinn
helgi Þorlákur gert svo mikla jarteikn, er á hann var heit-
ið, að báturinn, sem ekki var vanur að taka hálfan þriðja
tug manna, hafi fleytt tæpum fjórum tugum til lands og
allir komizt með lífi að landi.3) Flateyjarannáll segir sömu
sögu við sama ár, en segir, að skipið hafi sokkið skammt
frá landi austur undir Vestmannaeyjum.4)
Andrés hefur farið utan, væntanlega sama sumarið,
1360, með því að Gottskálksannáll segir við árið 1361, að
þá hafi komið út Ivar hólmur og Andrés Gíslason.5)'
Það mun sennilega vera svo, að þegar Andrés fór utan
1 þetta sinn, hafi hann falið Árna Þórðarsyni hirðstjórnar-
valdið, sem hann hafði yfir Sunnlendingafjórðungi, en Árni
^un hafa haft Austfirðingafjórðung, eftir því sem eðli-
legast er að skilja orð annálanna og eftir því sem kunnugt
er um bústað nefndra hirðstjóra, Þorsteins á Urðum,
Andrésar í Mörk og Jóns Guttormssonar væntanlega á
Vesturlandi. Árni Þórðarson hefur því væntanlega verið
búsettur í Austfirðingafjórðungi, e. t. v. sunnarlega, t. d.
1 Skaftafellssýslu. Það mun því vera í umboði Andrésar,
sem Árni dæmdi Markús barkað á Lambeyjarþingi, enda
kemst Flateyjarannáll svo að orði: „ . . . og síðan lét Árni
Þórðarson, er þá haffíi konungs vald, höggva þau eftir dóm-
inum“.
!) Isl. Ann., G. Storm, 406. — 2) S. st. 358. — 3) S. st. 227—228. —
4) S. st. 407. — 5) S. st. 359.
J~lm tshóhasafmo
á jlkursyri