Saga - 1968, Page 108
104
EINAR BJARNASON
prestinn hafi vantað í dóm síra Óla Svarthöfðasonar um
fjörumörk milli Holts undir Eyjafjöllum og Breiðabóls-
staðar í Fljótshlíð, hafi þeir samþykkt prestar þessai'a
staða, síra Hafliði Magnússon og síra Ormur Hauksson,
að Oddur bóndi Gíslason væri nefndur í dóminn í stað-
inn1)- Oddur þessi mun sennilega vera sá, sem fór utan
1367, en að hann hafi búið í Mörk, svo sem segir í registri
við fornbréfasafnið, er alveg óvíst og tæplega sennilegt,
hvort sem hann hefur verið bróðir Andrésar eða ekki.
Oddur Gíslason er kaupvottur í Hraundal á Mýrum 13.
apríl 1366. Ekkert liggur fyrir um það, að hann sé hinn
sami sem fyrr er getið, þótt svo sé talið í nafnaskránni við
f ornbréf asaf nið.2)
Annar Andrés var hirðstjóri hér á landi skömmu síð-
ar en Andrés Gíslason. Hann var Sveinsson og mætti ætla
að hann hafi verið svo sem 10—20 árum yngri en nafni
hans Gíslason. Ekkert er um ætt hans kunnugt, og er
sama um getgátur áð segja um ætt hans í Sýslumanna-
ævum og íslenzkum æviskrám sem tilgátur um ætt nafna
hans, að þær eru alveg haldlausar. Ef Gísli Andrésson
væri sonur annars hvors nefndra Andrésa, væri sennilegra,
að hann væri sonur Andrésar Sveinssonar, ef eitthvað
mætti ráða af því um búsetu Andrésar Sveinssonar, að
manns með því nafni er getið sem votts á Strönd í Sel-
vogi 1367.
ANDRÉS SVEINSSON
í annálsbrotum frá Skálholti segir við árið 1372, að út
hafi komið Oddgeir biskup með bréf erkibiskups um sub-
sidium pallij og Andrés bóndi með hirðstjórn um allt landið.
Gottskálksannáll telur við sama ár útkomu Andrésar
Sveinssonar með hirðstjórn um allt land.
1) D. I. III 188—189.
2) D. I. III 210.