Saga - 1968, Page 111
ÆTTIN GlSLA BÓNDA 107
beiðni Guðrúnar Styrsdóttur1), og 10. marz 1410 stað-
festir Jón biskup í Skálholti þessa skipan.2 3)
Gísli Andrésson er meðal hinna helztu bænda, sem undir-
rita hyllingarbréf til Eiríks konungs af Pommern 1. júlí
14193).
Lögmannsannáll segir við árið 1428: „Obitus Gísla
Andréssonar".4)'
Síra Snorri Ingimundarson og þrír aðrir menn, þ. á m.
Styrr Snorrason, sem ætla mætti, áð væri sonur Snorra
Torfasonar og Guðrúnar Styrsdóttur, votta það á ökrum
á Mýrum 17. janúar 1436, að viðstaddri Guðrúnu Styrs-
dóttur, sem staðfesti vottorðið, að á Seltjarnarnesi á langa-
föstu fyrir miðföstu 1419 hafi Guðrún Styrsdóttir heyrt
Árna biskup Ólafsson viðurkenna, að hann hefði gefið
Helga Guðnasyni Hvalsnes á Rosmhvalsnesi. Af skjali
þessu má draga þær líkur, að Guðrún Styrsdóttir hafi verið
búsett á Seltjarnarnesi, þ. e. væntanlega Nesi við Seltjörn,
árið 1419, og ef svo hefur verið, hefði það átt að vera bú-
staður Gísla Andréssonar.
Líkurnar mæla því allar með því, að Gísli hafi fremur
verið sonur Andrésar hirðstjóra Sveinssonar en Andrés-
ar Gíslasonar, en greinilegt er, að engar nægilega hald-
bærar líkur eru fyrir faðerni Gísla.
1) D. I. III 708.
2) S. st. 730—733.
3) D. I. IV 269.
4) Isl. Ann„ G. Storm, 2694.