Saga - 1968, Síða 112
Einar Bjarnason:
Ætt hennd við Akra á Mýrum
Hér verður gerð grein fyrir einni af hinum fáu ættum,
sem virðist mega rekja frá 14. öld til kunnra manna á 16.
öld og þaðan í fjölda greina til vorra daga. Hún er að því
leyti merkileg, að í henni vir'ðist jörðin Akrar í Hraun-
hreppi á Mýrum hafa verið óslitið a. m. k. frá miðri 14.
öld fram yfir þann tíma, sem jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vídalín er samin, 1709, en þá eiga hana bræðurnir
Þórður á Ökrum og Steindór í Krossnesi í Eyrarsveit
Finnssynir, og er einungis einn kvenliður í ættartölunni
frá þeim til þess, sem virðist eiga jörðina um miðja 14.
öld, Torfa Koðránssonar, eftir því sem rök liggja til um
ættfærsluna.
Það er enginn vafi á því, að hér er um einhverja helztu
ætt landsins að ræða á sínum tíma. Það sést af því, að ann-
álar geta bæði Torfa Koðránssonar og Snorra Torfason-
ar, en þeir nefna einungis helztu menn. Af því, sem síðar
segir, má ráða, að ættin hefur verið allauðug að jarðeign-
um. Nokkuð hefur verið skráð um hana, einkum í Sýslu-
mannaævum (II 548—550, neðanmáls, og víðar í því riti),
en einnig t. d. í Islenzkum æviskrám (V 492). Töluvert
margar missagnir eru á nefndum stöðum, og verður gerð
grein fyrir því síðar í þessari ritgerð, en hins vegar hafa
athuganir bent til annarra ættrakninga en fyrr hafa komið
fram, og verður einnig gerð grein fyrir því hér á eftir.
I upphafi þess, sem um ættina segir í II. b. Sýslumanna-
æva, stendur, að Koðrán hafi heitið maður, sem virðist
hafa átt börn með Vilborgu móður Einars í Vatnsfirði
Eiríkssonar.