Saga - 1968, Page 113
ÆTT KENND VIÐ AKRA
109
Hér er um ágizkun að ræða, sem engin rök reynast fyrir
og byggist á misskilningi. Sú Brigit Koðránsdóttir, sem
Gottskálksannáll segir, að látizt hafi 1389, gæti vel verið
systir Torfa Koðránssonar, en hún var ekki hin sama sem
Brigit systir Einars í Vatnsfirði Eiríkssonar, svo sem
grein er gerð fyrir í ritgerðinni Auðbrekkubréf og Vatns-
fjarðarerfðir, er birtist í Sögu árið 1962. Brigit Koðráns-
dóttir er því ekki hálfsystir Einars í Vatnsfirði, en á þeirri
ágizkun byggðist hugmyndin um það, að Vilborg móðir Ein-
ars hafi verið móðir Koðránsbræðranna.
Þórarinn Koðránsson, sem Flateyjarannáll segir, að dá-
ið hafi 1392, gæti vel verið bróðir Torfa, en um það vita
menn ekkert fremur en um það, hvort Brigit var systir
þeirra. Engan Koðrán þekkja menn, sem nokkrar líkur eru
fyrir, að hafi verið fáðir Torfa eða hinna annarra nefndu
Koðránsbarna, enda er engin von til þess, svo fátt manna
sem nefnt er á þeim tímum.
TORFI KOÐRÁNSSON
1 Syðra-Hraundal á Mýrum 13. apríl 1366 seldi Björn
Jónsson Torfa Koðránssyni jörðina Kálfárvelli í Staðar-
sveit ásamt tilgreindum ítökum og hlunnindum fyrir 20
hundruð í tilgreindu lausafé.1)
1 máldaga Akrakirkju frá 1397 segir m. a.: „Einn kaleik
er Torfi bóndi gaf“. f Gottskálksannál segir við árið 1394
m. a.: „Obitus Þorgeir Egilsson og Torfi Koðransson“.2)
í fyrrnefndum máldaga Akrakirkju segir við nefnt ár,
1397, m. a.: „Item hefur Snorri tillagt . . .“ og „portio
Ecclesiæ um iij ár hundrað og IX aurar“.
Vegna þess að hér í máldaganum kemur heim áratalan
ft’á því er Torfi Koðránsson dó og þess, að Torfa er getið
1) D. I. (III) 210.
2) Isl. Ann, G. Storm, 368.