Saga - 1968, Síða 115
ÆTT KENND VIÐ AKRA
111
Rétt er að geta þess hér einnig, að tilgátan þar um mann
Sigríðar Torfadóttur og niðja þeirra, sem þar eru tilgreind-
ir, hefur ekki heldur við rök að styðjast.
Kona Torfa er ókunn, og það er ekki vissa, heldur ein-
ungis nokkrar líkur fyrir því, að hann hafi verið faðir
Snorra á ökrum Torfasonar.
SNORRITORFASON
I fornbréfasafninu, 111 250—251, er prentað skjal, sem
í afriti því, sem prentað er eftir, er talið vera dagsett „in
profesto brigide virginis" árið 1369 á ökrum á Mýrum.
Skjalið hljóðar um sölu Snorra Torfasonar til Jóns Jóns-
sonar á jörðinni Hofi í Vatnsdal fyrir Vatnsenda og Hálsa
í Skorradal auk skógar, er liggur milli Grjótgils og Arnar-
lækjar fyrir sunnan Skorradalsvatn, og eins hests að auki.
„Skildi oftnefndr Snorri á fyrgreindan Jón, að hann
skyldi svara öllum kirkjuspellum, ef nokkur hefði á vorðið
síðan Þorný Guðvarðsdóttir varð eigandi að jörðinni og
hann svo. Og skyldi Snorri svara þvílíkum spellum, sem á
hefði vorðið bænhúsinu á Vatnsenda, og því sem því til-
heyrði innan sig . . . “
Kaup þetta samþykkti Guðrún Styrsdóttir kona Snorra,
og Þórný Guðvarðsdóttir viðurkenndi, „að hún hefði selt
þráttnefnda jörð að Hofi sögðum Snorra eftir því, sem
þar um gert bréf vottar. Reiknaði Snorri, að jörðin að
Hofi ætti þessi ítök í aðrar jarðir: Torfskurð í Brúsastaða-
jörð og Gislstaðajörð (svo), hálfan hvort, eftir því sem
sá þarf, sem að Hofi býr. Item selför yfir á Múlavatns-
heiði til Háfaveggja" og engiteig í Knjúksjörðu og reit í
Sauðadal. Sagði Jón að Vatnsendi ætti engi það, sem Örla
heitir og liggur með Kirkjuengi á Hvanneyri, item skóg í
Neðri-Svanga og krókshöld tvö á Mörsvambar riði“, og auk
þess, að Hálsar ætti tvö engi í Skeljabrekkujörð hinni
eystri.