Saga - 1968, Síða 116
112
EINAR BJARNASON
Af bréfi þessu sést, að Snorri keypti Hof af Þórnýju Guð-
varðsdóttur og hafði áður kvænzt Guðrúnu Styrsdóttur.
Nú vita menn, eins og fyrr segir (bls. 106 að framan), að
um 1410 giftist Guðrún aftur Gísla Andréssyni, er hún
hélt Snorra látinn. Fáum árum síðar fór hún aftur til
Snorra, er hann kom fram, og giftist loks enn Gísla að
Snorra látnum. Hún hefði á þessum árum átt að vera á
sjötugsaldri, er hún giftist í annað , þriðja og fjórða sinn,
ef kaupbréfið framangreinda væri rétt árfært. í eftirriti
af sama bréfi, sem gert var eftir frumritinu 1. júlí 1646,
er ártalið 1399, og kemur það ólíkt betur heim og er senni-
lega hið rétta, þótt útgefandi fornbréfasafnsins hafni því
ártali, sbr. formálann að bréfinu á tilgreindum stað.
Staðarheitið „ til Háfa-veggja“ (Háuveggir) heitir í
jarðabók Á. M. og P. V. Háeggjar1) og er talið í Kornsár-
landi undir Víðidalsfjalli. Itakið „torfskurður" er í jarða-
bókinni orðið „mótak til eldiviðar". Engiteigurinn í
Hnjúksjörðu heitir þar Hofsteigur, og það sem kaupbréfið
nefnir „reit“ í Sauðadal, heitir í jarðabókinni „beit“ þar.
Vermundur ábóti á Helgafelli og officialis lýsir yfir því
þar, 28. marz 1408, að fyrir sig hafi komið Guðrún Styrs-
dóttir og téð sér bréf síra Þorláks Narfasonar og Hálf-
danar prests Guttormssonar um það, að Gyrður biskup hafi
gert þá skipan, að af þeim 9 bæjum í Krossholtskirkjusókn,
sem sunnan Hítarár liggja, skuli færa lík til Akra, þegar
ekki er vel fært að Krossholti, og helmingur skyldi leggjast
til Akra af öllum hlunnindum, sem fylgja líkum af þessum
bæjum, hvert sem færð yrðu, og til Akra skyldi leggjast
allir lýsistollar af Eiríksstöðum, ísleifarhúsum, Hvals-
eyjum, úr Vogi og Skutilsey, úr Laxárholti og Hömrum,
Skíðsholti og Kálfalæk. Vermundur ábóti staðfesti þessa
skipan með tilvísun til fleiri slíkra staðfestinga2).
Þessa skipan staðfestir Jón biskup í Skálholti eftir til-
1) Jarðabók A. M. og P. V. VIII 296.
2) D. I. IV 708—709.