Saga - 1968, Qupperneq 117
ÆTT KENND VIÐ AKRA
113
mælum Guðrúnar Styrsdóttur, sem á þessum árum vænt-
anlega hefur talið Snorra eiginmann sinn hafa farizt í
hafi.1)
I máldaga kirkjunnar á ökrum á Mýrum frá 1897 segir
m. a.: „Item hefir Snorri tillagt steintjald, kertistiku með
kopar, maríuskript með alabastrum brík yfir altari, altaris-
klæði með dúk“, — og er hér sennilega átt við Snorra
Torfason.2)
Svo sem annálarnir fyrrgreindu segja, kom Snorri
Torfason út aftur árið 1413, eftir a. m. k. 8 ára útivist.
Hann hefur ekki farið utan síðar en 1405, en 1406, þegar
hann var á heimleið, hvarf hann. Að sjálfsögðu hefur Guð-
rún kona hans frétt það í síðasta lagi sumarið 1407, að
Snorri hafi lagt af stað til Islands árið áður, og þar sem
hann kom ekki fram, hefur hann verið talinn af. Hún
fréttir það svo eflaust í síðasta lagi 1411, að Snorri maður
hennar hafi komizt heilu og höldnu til Noregs 1410, en
þá er hún þegar gift aftur, Gísla Andréssyni. Ætla má, að
hún hafi reynt að koma þeim fréttum til hans, að hún
væri aftur gift, og þær má vel ætla að hann hafi fengið
1411 eða 1412, og 1413 kemur hann út, tekur til sín Guð-
rúnu aftur, og hefur það eflaust verið með ráði kirkjuyfir-
valda. Snorra er getið í einu skjali á lífi eftir þetta. Hann
er vottur á Gilsbakka í Hvítársíðu 18. maí 14173), og má
vel vera, að skömmu síðar hafi hann dáið. Þetta getur vel
samrýmzt annálunum, sem segja þau Guðrúnu og Snorra
hafa veríð saman „litla stund“, áður en hann andaðist, og
wá vel skilja þau orð eftir atvikum sem „fáein ár“.
Guðrúnar Styrsdóttur er getið að því á ökrum á Mýrum
17. jan. 1436, að þá votta það þar 4 menn, þ. á m. Styrr
Snorrason, að Guðrún Styrsdóttir handfesti Helga Guðna-
syni þann vitnisburð, að hún heyrði Árna biskup í Skál-
holti viðurkenna það, þá er hann var í Seltjarnarnesi á
1) D. I. III 730—733.
2) D. I. IV 252.
3) D. I. IV 252.
8