Saga - 1968, Side 118
114
EINAR BJARNASON
langaföstu fyrir miðföstu 1419, að hann hefði gefið Helga
jörðina Hvalsnes á Rosmhvalsnesi.1) Þegar hér er komið
sögu, 1419, má ætla, að Snorri Torfason sé látinn og Guð-
rún sé aftur tekin saman við Gísla, og er ekki fjarri lagi að
ætla, að í Nesi við Seltjörn hafi Gísli þá búið.
Styrr var sonur Snorra og Guðrúnar. Má ráða það af
nafni hans og búsetu á ökrum, sem varla mun um að efast.
Verður að gera ráð fyrir því, að hann hafi átt Akra eftir
foreldra sína, þótt hvergi sé það berum orðum sagt.
I Sýslumannaævum, II 549—550, eru Ingimundur
Snorrason, Halldór Snorrason og Þorgils Snorrason taldir
synir Snorra Torfasonar, en einu orði sagt eru engar hald-
bærar líkur fyrir þeirri stáðhæfingu. Ingimundur gæti tím-
ans vegna og vegna þess hvar hann kemur fyrir í skjölum
helzt verið talinn líklegur sonur Snorra. Séra Snorri Ingi-
mundarson gæti verið sonur hans, en engan veginn er það
víst, þótt nöfnin séu þessi. Hins vegar verður ekki fram
hjá því gengið, að Ingimundur kemur tvisvar við skjöl
með Styr Snorrasyni, annað skipti á Ökrum 1431, er Þur-
íður kona Styrs samþykkir kaup hans við Njál ábóta á
Hraunsmúla, og hitt skiptið með Styr í Skálholti.
I þriðja sinni er Ingimundur talinn fyrstur leikmanna
vottur að ættleiðingu séra Ketils Narfasonar á börnum sín-
um, og fór sá gerningur fram á Kolbeinsstöðum. Ingimund-
ar er ekki getið í skjölum eftir 1443. Hann gæti verið fædd-
ur um 1380, ef Snorri Torfason er fæddur fyrir 1360, en
um það vita menn ekkert. Séra Snorri Ingimundarson er
fyrst nefndur í skjölum í fyrrnefndu bréfi gerðu á ökrum
17. janúar 1436, og er hann þá orðinn prestur. Hann gæti
verið fæddur nálægt 1410, og hefur einmitt getað hlotið
nafn Snorra Torfasonar, sem á þeim árum hefur verið tal-
inn af.
Á nefndum stað í Sýslumannaævum er sagt, að af séra
Snorra muni ættir vera komnar, en ókunnugt er mér um
1) D. I. IV 555.