Saga - 1968, Page 119
ÆTT KENND VIÐ AKRA
115
þær. Þar er einnig talin dóttir Ingimundar ónefnd kona
Þorsteins Pálssonar, móðurmóðir sona Finns í Ljárskógum
Péturssonar, Arnórs, Guðmundar, Ingimundar o. fl., og er
röksemdin fyrir þessari ættfærslu Ingimundarnafnið og
það, að Akrar komust í eigu Arnórs Finnssonar eða niðja
hans. Hér eru engin líkindi á ferð. Akrar virðast hafa ver-
ið í eigu Styrs Snorrasonar, en ekki neinnar dótturdóttur
Ingimundar Snorrasonar, sem menn raunar vita ekki hvort
til var. Þótt Ingimundur Finnsson kunni að vera sonur
Finns í Ljárskógum Péturssonar, þarf hann ekki að vera
neitt skyldur Ingimundi Snorrasyni, en það sem þyngst
vegur gegn þessari ættfærslu er það, að Arnór Finnsson er
ekki fæddur síðar en um 1445, e. t .v. heldur fyrr, og þá
verður óeðlilegt, að hann sé dótturdóttursonur Ingimundar
Snorrasonar, sem ætla má, að sé varla fæddur fyrr en um
1380, eins og áður segir, ef hann er sonur Snorra Torfa-
sonar.
Engar líkur eru fyrir ættfærslunni á Halldóri Snorra-
syni og Þorgilsi Snorrasyni, og niðjatalið frá Halldóri mun
þar vera ágizkanir eingöngu byggðar á nöfnum og því
langt frá því að vera nægilega rökstuddar.
Það sem segir í íslenzkum æviskrám, V 492, um það, að
Koðrán faðir Torfa hafi verið sonur Snorra digra Ingi-
mundarsonar, er hrein tilgáta, og er Koðráns Snorrason-
ar hvergi getið í heimildum. Hm ætt Guðrúnar Styrsdótt-
ur vita menn ekkert, og þótt hún kynni að hafa verið systir
Helga hirðstjóra Styrssonar, er ættfærslan á þeim syst-
kinum í æviskránum, að því er ég bezt veit, órökstudd.
Engin heimild er til að álykta, að séra Snorri Ingimundar-
son hafi haldið Akra, þótt hann komi þar við skjöl, og
engin heimild er til að telja, a'ð hann sé sá Snorri prestur í
Stafholti, sem getur í Dipl. Isl. VII 60. Það, sem um niðja
séra Snorra segir í æviskránum, er einnig haldlaus til-
gáta.