Saga - 1968, Page 120
116
EINAR BJARNASON
STYRR SNORRASON
1 Reykholti í Borgarfirði 13. ágúst 1416 fær Árni biskup
í Skálholti Ólafsson Halli Þorgrímssyni Hof í Vatnsdal,
60 hundraða jörð að fornu, og Efri-Tungu, 20 hundraða
jörð, í Vatnsdal, sem Styrr Snorrason og Þuríður Jóns-
dóttir kona hans fengu biskupi til eignar. Svo er að sjá af
bréfinu, sem Styrr og Þuríður hafi þá um sama leyti eða
jafnvel sama dag afhent biskupi jarðirnar „til ævinligrar
eignar af að gera hvað oss líkaði“.1)
Af þessu bréfi verður að ráða, að Styrr Snorrason sé
ekki fæddur síðar en um 1395 og foreldrar hans varla síð-
ar en um 1370, og getur þetta vel komið heim. Af því verð-
ur einnig að ráða það og telja líklegt, að Þuríður kona
Styrs sé einmitt dóttir Jóns þess Jónssonar, sem keypti
Hof í Vatnsdal af Snorra Torfasyni á sínum tíma, og þann-
ig sé Hof komið í eigu Styrs og hennar. 18. október 1418,
á Gunnsteinsstöðum í Langadal, seldi Styrr Snorrason
Einari Bessasyni fyrir lausafé jörðina Vatnahverfi í Hösk-
uldsstaðaþingum, sem hann og Þuríður Jónsdóttir kona
hans höfðu orðið eigendur áð.2)
17. nóvember 1428, á Ökrum á Mýrum, seldi Gunnar
Ólafsson með samþykki konu sinnar, Guðríðar Bárðardótt-
ur, Styr Snorrasyni jörðina Hraunsmúla í Staðarsveit. í
andvirði Hraunsmúla gaf Styrr Gunnar kvittan um 10
merkur í fésekt, er kóngi hafði verið dæmt fyrir dómrof
og stefnufall, og hann galt Jörundi Hallvarðssyni 20 merk-
ur, sem Gunnar hafði verið dæmdur til að lúka vegna Run-
ólfs Eiríkssonar. Ef Hraunsmúli skyldi brigðast, skyldi
Styrr eiga áðgang að hálfum Brimilsvöllum.2)
19. maí 1431, á Helgafelli, selur Styrr Njáli ábóta og
klaustrinu Hraunsmúla fyrir lausafé, og 22. s. m. sam-
þykkir Þuríður Jónsdóttir kona Styrs þau kaup á Ökrum.4)
1) D. I. IV 249. — 2) D. I. IV 266—267. — 3) D. I. VI 43—44. — 4) D. I-
VI 45—46.