Saga - 1968, Qupperneq 121
ÆTT KENND VIÐ AKRA
117
Af kaupbréfi Styrs og Gunnars má ráða það, að Styrr
hafi verið sýslumaður, þegar Gunnar fékk fjársektina,
annars hefði hann ekki getað gefið kvittun fyrir henni.
Til er ágrip af bréfi, sem segir frá því, að árið 1431
hafi Styrr bóndi Snorrason selt Njáli ábóta á Helgafelli
jörðina Hraunsmúla fyrir 12 hundruð í lausafé.1) 17.
janúar 1436 er Styrr vottur á Ökrum, svo sem fyrr segir.2)
Það má vera, að Styrr Snorrason hafi tekið djáknavígslu
að konu sinni látinni og að hann sé sá Styrr djákni, sem er
transskriftarvottur í Skálholti 18. febr. 1443 og 22. marz
1444.3)
7. janúar 1447, í Bólstaðarhlíð, gekk dómur kvaddur
af Einari hirðstjóra Þorleifssyni milli Jóns Styrssonar og
Guðmundar Þorgilssonar um jörðina Bólstaðarhlíð.
Jón Styrsson sýndi bréf um fjárskipti þau, sem þau
urðu ásátt um Styrr Snorrason og Helga Þorgilsdóttir, svo
framarlega sem Þuríður Jónsdóttir kona Styrs samþykkti.
Helga vildi gefa fyrir jörðina 55 hundruð, en Þuríður vildi
ekki samþykkja og varð því ekki úr kaupunum. Jóni var
dæmd jörðin í arf eftir móður sína, Þuríði, nema sannað-
ist að hún hefði samþykkt kaupin.4) Þuríður móðir Jóns
er látin, þegar dómurinn gengur, en Styrr hefur lifað lengi
enn.
I máldaga Reykjakirkju í Tungusveit er talað um gamla
innstæðu kirkjunnar,“ er Bessi bóndi sagðist upp hafa
dregið (þ. e. tekizt á hendur) af Styr djákna Snorra-
syni“.5) Vel má vera, að hér sé átt við Styr frá ökrum.
26. nóvember 1465, á ökrum á Mýrum, heimilar Styrr
Snorrason Þórði Erlingssyni dóttursyni sínum að hafa
1) D. I. IV 491. — 2) D. I. IV 555. — 3) D. I. IV 643 og 650. — 4) D. I.
V 22—23. 5) D. I. V 329. — Hið sjaldgæfa orðalag upp hafa dregið . . .
innstæðuna — getur ekki stafað frá öðru en verzlunarmáli á seinni
Nuta 15. aldar, máli Hansakaupmanna; að uppdraga manni eitthvað
er að fá honum (umboðs-)vald eða eignarhald á þvi. Danskt dæmi:
,.Udi samme Forbund have de Lybske tilbodet at opdrage hannem
Uannemark, for en Summa Pendinge." E. Pontoppidan: Den danske
Atlas, II 53. — B. S.