Saga - 1968, Blaðsíða 122
118
EINAR BJARNASON
sjálfur umboð peninga sinna og systkina sinna, þótt hann
sé ekki enn tvítugur eða kvæntur, og að hann megi fá sér
umbóðsmann innan fjórðungs yfir fénu.1)
18. maí 1468 er transskriberað umboðsbréf Styrs til
Þórðar Erlingssonar í Sælingsdalstungu í Hvammssveit.2)
Styrr gæti þá verið látinn, og víst er, að hann er kominn
á áttræðisaldur, þegar hann gefur Þórði leyfi til fjárvörzl-
unnar.
Erlingsbörnin, sem að framan eru greind og voru dóttur-
börn Styrs, eru væntanlega fædd á árunum rétt fyrir 1450
til um 1460, og var Styrr fjárhaldsmaður þeirra, en for-
eldrar þeirra eru auðsjáanlega fallin frá. Þórður hét eitt
barnanna, væntanlega elzti sonurinn, ekki orðinn tvítugur
1465, en væntanlega mjög nálægt því, er afi hans treystir
honum fyrir fjárhaldinu. Þórður kynni að vera fæddur um
1446—1447 og móðir hans nálægt 1420—1425. Einmitt á
þeim árum sem Styrr gefur Þórði umboðsheimildina eru
Jón Erlingsson, sem síðar bjó í Skálmarnesmúla og átti
hann, og systkini hans að komast á legg. Jón ætti áð vera
fæddur mjög nálægt 1450. Erlings föður hans, sem var
Þórðarson, er ekki getið eftir 1460.
Engin önnur Erlingsbörn eru nefnd á þessum tímum, er
til greina gæti komið að væru dótturbörn Styrs Snorra-
sonar, en þess má einmitt vænta, að þau hefðu komizt til
mannvirðinga, ef þau hefðu lifað. Eg tel mjög sterkar
líkur fyrir því, að Jón lögréttumaður í Skálmarnesmúla
Erlingsson, sem auðsjáanlega hefur verið mikilsmetinn og
giftir dætur sínar í ríkustu ættir landsins, hafi einmitt ver-
ið eitt þessara dótturbarna Styrs.
1) D. I. V 456. — 2) D. I. V 518.