Saga - 1968, Side 124
120
EINAR BJARNASON
Guðrún fyrri kona Vigfúsar lögmanns og hirðstjóra Er-
lendssonar var dóttir Páls á Skarði Jónssonar, og er sú
ættfærsla ekki véfengd, en hún gæti ekki verið dóttir Sól-
veigar Björnsdóttur konu Páls, bæði vegna þess, að hún
hefur sennilega verið eldri en svo að það geti verið, og
vegna þess, að þá hefði hún verið of skyld Vigfúsi til að
mega eiga hann. Hins vegar hefur Guðrún án nokkurs
vafa verið skilgetin dóttir Páls, því að annars hefði hún
ekki fengið að eiga Vigfús eftir þeirra tíma siðum, og þarf
ekki um það að ræða, þótt sumir hafi talið Guðrúnu munu
hafa verið óskilgetna dóttur Páls. Páll Jónsson hefur því
áreiðanlega verið kvæntur, áður en hann átti Sólveigu, og
átt með þeirri konu Guðrúnu, e. t. v. eina barna, og móðir
hennar hefur dáið eftir mjög stutt hjónaband og eflaust
mjög ung, og því hefur hún fallið í gleymsku. Hún hefur
verið af stórbændaætt, en þótt ekki hefði þá fylgt Guðrúnu
dóttur hennar svo mikill auður, að hún yrði jafnræði Vig-
fúsar Erlendssonar, varð svo þegar Páll komst yfir hinn
mikla auð, sem fylgdi Sólveigu síðari konu hans, með því
að Guðrún hafði fullan erfðarétt eftir föður sinn er hún
var skilgetin.
Nú er hin eina bending um það, hver fyrri kona Páls
var, í sögusögn, sem að vísu er mjög röng í flestum atrið-
um, svo sem dr. Einar Arnórsson hefur sýnt fram á í rit-
gerð sinni um víg Páls á Skarði í Sögu, I 127—176, en
nefnir þó þessa konu „Akra-Guðnýju“. Að vísu eru hinar
ýmsu gerðir sögusagnarinnar ósamhljóða, en ef nokkuð
má af þeim marka, kynni að vera sannleikskjarni í því, að
hún væri ættuð frá Ökrum, líklega ekki frá ökrum í Blöndu-
hlíð, með því að engrar heimasætu er að vænta þar á þeim
tíma, sem Páll ætti að hafa kvænzt í fyrra sinni, heldur
frá ökrum á Mýrum, en þar var einmitt ætt búandi á þeim
árum, sem mjög vel mætti ætla, að Páll Jónsson hefði
mægzt, og svo mikils var metin, að Vigfús Erlendsson,
sem var af einni auðugustu og þekktustu höfðingjaætt
landsins, hefur talið sér jafnræði áð að mægjast.