Saga - 1968, Qupperneq 128
124
KRISTINN JÓHANNESSON
og skylduga til vita að kynda og vörð að halda, sem hrepp-
stjórum þykkir trúlyndastir og léttvígastir vera, og sýslu-
mann sem fyrst við varan að gjöra.
Svo og dæmum vér sýslumann með hreppstjórum og
öðrum skynsömum mönnum um að ráðgast fyrir kross-
messu, hvar þeim þykir skást hæli og virki að hafa, svo
að gamlir menn og ungir piltar með konum kynni börn
og búsmala og aðra hluti þar í nánd að færa, og alla vopn-
færa menn sig saman að taka alla stigu og eftirfarir óráð-
vöndum áð banna, þeim árásir að veita með ráði sýslu-
manns og annarra manna.
Svo og dæmum vér hreppstjóra skylduga alla vopnfæra
menn að telja og sýslumanni að kunngjöra, og það hver
maður eigi lúður, að hann megi öðrum benda og við vara,
þar því má við koma.
Svo og skulu allir skyldir, eftir því sem færleik hafa,
kláfa, hrip eður vögur að eiga, þar þeir í megi sinn varn-
að með skyndi í láta, og þeir mega ei skipum við koma.
Svo og skulu þeir axir, pála og pálrekur og aðrar rekur
eiga, þar þeir megi garða og grafir umhverfis sig girða
og grafa, svo þeir megi fyrir áhlaupum og umsátum sinna
óvina uggalausir vera.
Item að þeir kunni eina fylking áð gjöra, þar með viti
hvort þeir skulu kyrru fyrir halda, að snúast eður eftir
renna.
Þetta og annað hljóta þeir að álíta og þeirra ráðum
fylgja, er hér vita nokkur deili til svo þeir verði skikkaðir
til alls þessa.
Um vopn og verjur tala svo gamlar lögbækur í Noregi
í Hirðsiðum ...
Þar fyrir í þennan máta höfum vér nú dæmt með fullu
dóms atkvæði alla skattbændur skylda að kaupa og eiga
eina luntabyssu og iij merkur púðurs, þar með einn arn-
geir og annað lagvopn gilt og gott.
Item hvern þann mann einhleypan, annanhvern, þann er
á x aura skuldlaust, að eiga lagvopn og stik(k)hníf og þá