Saga - 1968, Síða 129
ÞÆTTIR T'JR LANDVARNASÖGU 125
ei bera utan í móti útlendum, og í þröng að fremja, hvar
þeir mega ei lengri vopna njóta.
Item alla áðra unga og gamla, þá sem eru yfir xv vetra,
skulu skyldir (að) eiga eitt lagvopn hér gjört eftir sínum
efnum, þeir fá því við komið.
Hver sá sem á xx C, hann kaupi eftir fjárvexti, eftir
því sem hann á (hver) xx C til, byssu, boga og langspjót
fyrir hvern sinn vígfæran mann og aðrar verjur, sem hann
ætlar gagnlegar eftir dýrleika og hann verður til skyld-
aður, eftir dómi eða kóngs skipan, með því vér erum allir
hans undirsátar og erum fríir af öllum leiðangurs ferðum
og útboðum.
Dæmdum vér þennan dóm til lögréttu, undir höfuðs-
mannsins, lögmannanna og lögréttunnar yfirsýn það af að
taka, sem of frekt er, en því að auka, sem vant er. Sömu-
leiðis, hvað há sekt hér skal á vera, ef af er brugðið"1).
Eins og fyrr er sagt, er ekki að sjá, áð dómur þessi
hafi nokkru sinni verið tekinn fyrir í lögréttu. Er því
ekki hægt að ætla, að þessi viðleitni Magnúsar prúða og
dómsmanna hans hafi borið neinn árangur utan helzt í
umdæmi Magnúsar, Barðastrandasýslu.
Þegar hefur verið getið um vopnasendingu Friðriks 2.
sem framlags konungs til landvarnanna. Annars var gæzla
landsins á þessum tíma af hálfu konungsvaldsins helzt sú,
að send voru herskip til fylgdar kaupskipum til landsins.
Stundum sveimuðu þessi herskip á höfunum umhverfis
landið, meðan kaupskip lágu við, og fylgdu þeim aftur
utan, ellegar þau sneru samstundis við aftur til Dan-
merkur. Til var og, að þau kæmu aldrei nema hálfa leið.
Stundum átti sama skipið að annast gæzlu við ísland og
Færeyjar, og til er að minnsta kosti ein tilskipun, þar sem
einu skipi er boðið að annast gæzlu við ísland, en öðru
við Vestmannaeyjar og Færeyjar.