Saga - 1968, Side 132
128
KRISTINN JÓHANNESSON
í Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá segir, að þeir dönsku
menn hafi haft „stóran viðbúnað með erfiði og skanza-
smíði.“°) En allt kom þó fyrir ekki.
Á næstu árum eftir ránið er hafin smíði nýs virkis við
Dönskuhús. Jens Hesselberg, verzlunarstjóri í Eyjum, ann-
ast framkvæmdir, líklega að íhlutun Hans Nansens, kaup-
manns og borgarstjóra í Kaupmannahöfn. Segir Gísli
biskup Oddsson svo frá í Undrum Islands 1688:
„Eftir hina grimmilegu eyðingu Tyrkja og herleið-
ingu fólksins, hefur Jens Hesselberg, mjög góðkunnur
maður meðal vor og sinna landa, alkunnur kaupmað-
ur og umsjónarmaður eyjanna sem stendur, séð um,
að mörg hús hafa verið reist, og hefur reynt að um-
lykja þau garði eða múr; hefur hann eftir sinni getu
lagt allt kapp á að víggirða þau fyrir árásum óvina og
sjóræningja. Nefni eg hann því hér í virðingarskyni,
enda hefur hann ráðizt í fyrirhugað verk af nauðsyn,
og það verður ekki talin hans sök, þó að þessi fyrir-
byggja dofni nú og sé orðin slælegri eða alveg gagns-
laus.“7)
Gísli biskup virðist vera uggandi yfir andvaraleysi
Vestmanneyinga í varnarmálum. Engu að síður höfum
við heimildir fyrir því, að eyjamenn hafi haft nokkurn
viðbúnað næstu áratugina. Eftir byggingu skanzins munu
hafa verið ráðnar þangað byssuskyttur eða eftirlitsmenn.
I Reisubók Jóns Indíafara segir svo:
„Og eftir því þann tíma svo tilhagaðist, að sá con-
stabel eður byssuskytta, sem uppá stykkin og skansinn
í Vestmannaeyjum vaktað hafði, var fráfallinn og annan
velforfarinn mann til þess embættis í hans stað þurfti
þar til að setja, þá var Jón Ólafsson (hver lengi áður
kóngsins byssuskytta verið hafði), þar til af yfirvaldinu
og reiðurunum kjörinn og skikkaður constabel eður