Saga - 1968, Side 135
ÞÆTTIR ÚR LANDVARNASÖGU
131
Herfylking Vestmannaeyja.
Fyrst von Kohl er kominn hér á blað, er rétt að minn-
ast sérstæðs þáttar í landvarnasögunni, sem skrifa má að
mestu á hans reikning. Það er hin svonefnda herfylking
Vestmanneyja.
Andreas August von Kohl var af gömlum bæheimskum
aðalsættum, en fæddist á Borgundarhólmi. Hann gekk
ungur í Kongens Livkorps og varð brátt flokksforingi í
hernum. Hann tók við sýslumannsembætti í Eyjum 1853,
og fljótlega eftir komu sína þangað hófst hann handa um
stofnun herdeildarinnar.
Óttinn við ræningja mun hafa verið landlægur í Eyjum,
og eru til um það nokkrar sagnir, að fólk hafi flúið í felur,
ef sást til ókunnra skipa. Er komizt svo að orði í umsókn
eyjarskeggja til stjórnarinnar, að herflokkinn eigi að nota
til varnar gegn útlendingum, ef á þurfi að halda, einnig að
halda uppi aga og reglu í eyjunum, og að vinna gegn áfeng-
isbölinu. Eyjamenn segjast þó ekki ráðast í þessar fram-
kvæmdir, nema til komi stuðningur stjórnarinnar og hún
sendi þeim nauðsynleg stríðstól.
Stjórnin tók málinu vel, en sá hængur var á, að það var
regla í Danmörku, áð einkaherdeildir fengju ekki vopn úr
vopnabúri konungs nema gegn fullri greiðslu. Lagði her-
niálaráðuneytið því til, að sendar yrðu 30 byssur með til-
heyrandi skotfærum á reikning dómsmálaráðuneytisins.
Vopnasending þessi kom til íslands í júlí 1956, en Kohl
hershöfðingja þótti full lítið að hafa aðeins 30 byssur og
bað um meira, þar á meðal korða handa yfirmönnum sveit-
ftrinnar, bumbu og ýmislegt fleira. Segir hann í bréfi til
stjórnarinnar, að helmingur liðs síns verði að láta sér
nægja trébyssur og trésverð.
Enn brást stjórnin vel við, og í september 1858 átti her-
fylkingin 60 fótgönguliðsbyssur, riffla með stingjum og
nokkra korða. Einnig átti fylkingin nokkuð af skotfærum,
leðurtöskur, bumbu, fána og fleira. Herfylkingin var form-