Saga - 1968, Side 139
ÞÆTTIR ÚR LANDVARNASÖGU
135
þriðja upp á 45.“14) Aðeins eitt þessara skipa mun þó hafa
náð landi hér, það er að segja Oldenborg, sem Fitjaannáll
segir, að hafi haft 300 manns innanborðs í fyrstu.
Oldenborg kom til íslands 10. september. Sat Otto á
Bessastöðum þann vetur og skrifaði bréf til sýslumanna,
þar sem hann leggur ærið gjald á hverja sýslu, ætlað til
skanzagerðar. Segir Vatnsfjarðarannáll yngri, að gjald
þetta hafi verið meira en eftirgjaldið. Sýslumenn skyldu
hafa greitt gjöld þessi á útmánuðum að viðlögðu straffi og
embættismissi. Eitthvað mun hafa staðið í mönnum að
reiða þetta gjald af hendi, einkum munu prestar hafa verið
ófúsir til þessa. Sá Brynjólfur biskup ástæðu til þess að
rita prestum í biskupsdæmi sínum umvöndunarbréf, þar
sem hann bað þá inna þetta gjald af hendi umræðulaust.
Eftir þetta sljákkuðu andmælin, og gjaldið innheimtist.
Mun það hafa numið 1500 til 1600 ríkisdölum.
Að vori kallaði Otto Bjelke á Nesjabændur að hláða skanz
á Bessastöðum og sigldi að því verki loknu út til Danmerk-
ur. Ekki mun Islendingum hafa líkað allskostar vel við
Otto Bjelke eða framkvæmdir hans. Þótti þeim sem ekki
hefði skanzaskatturinn allur runnið til framkvæmdanna,
heldur hefðu nokkrir dalir lent í vasa foringjans. Vatns-
fjarðarannáll talar um lítinn skanzvott í afsökunar nafni
og Eyrarannáll segir svo frá:
„Kom út til landsins fóvetinn Jóhann Klein og Christ-
ian Bjelke, bróðir commandantsins Otta Bjelke, og
sigldu aftur báðir ásamt commandantinum, hver eð
með sér hafði ærið mikið gjald, er lagt hafði verið til
skansagerðar, af hverri lítið varð, utan einn skans á
Bessastöðum þetta vor gerður, ferkantaður, 20 mál-
faðmar á hvern veg, og tveggja mannhæða hár og með
fallbyssum besettur."15)
Ekki geta annálahöfundar nánar um vopnabúnað skanz-
ins. Kjósarannáll nefnir þó „nokkur fallstykki" og „eina
byssuskyttu", sem foringinn hafði látið eftir.