Saga - 1968, Page 140
136
KRISTINN JÓHANNESSON
Skanz við Arnarhól.
Ekki fer mörgum sögum af vopnabúnaði Bessastaða-
skanz eftir þetta, þar til í Jörundarbyltingunni 1809. I
íslenzkum sagnablöðum lesum við, að Phelps hafi látið
„taka upp og flytja til Reykjavíkur fallstykki þau, er um
langa hríð höfðu legið í Bessastaðaskanzi niðursokkin að
mestu í jörðu. Þessi fallstykki lagði hann á skanz, er hann
lét byggja við Arnarhól fyrir austan Reykjavík.“16)
Jörundur segir svo sjálfur um þetta:
„Er ég kom að norðan, var hr. Phelps að láta byggja
vígi á ströndinni og notaði þar stórskotabyssur, sem
höfðu lengi legið í jörðu, en höfðu áður verið notaðar á
vígi, sem nú var rifið. Þær voru fyrir sex punda skot,
voru langar, höfðu ágætis hlaup og fullkomlega not-
hæfar.----------Lét hann flytja þær þaðan, sem þær
lágu, og kom þeim, sex að tölu, fyrir á vígi, sem íbú-
arnir byggðu.“17)
En þetta er líka síðasta virðingin, sem fallbyssunum úr
Bessastaðavirki er sýnd. Við lok valdaskeiðs Jörundar er
virkið við Arnarhól rifið að nokkru af sjálfbo'ðaliðum
samkvæmt auglýsingu Frydenbergs 22. ágúst 1809, enda
var í samningum, sem gerðir voru „milli Hans konunglegu
dönsku hátignar etazráðs og justitiarii á Islandi, Magnús-
ar Stephensen, og Hans konunglegu dönsku hátignar amt-
manns í vesturamti téðrar eyjar, Stepháns Stephensen, af
annari hálfu og hávelborins Alexanders Jones, capitains á
Hans bretlenzku hátignar stríðsskipi the Talbot, og Samuel
Phelps, frá Lundúnastað, Esqvirs, af hinni hálfu“,18) kveð-
ið svo á, í 5. grein:
„Engin varnarvirki mega verða byggð (og sá skanz,
sem nú er hjá Reykjavík, skal verða niður brotinn),
engin stríðsmakt höfð á eyjunni eður landið á nokkurn
hátt til varnar búi'ð né vopnað.“19)