Saga - 1968, Page 143
Trausti Einarsson:
Hvernig fann Þorsteinn surtur íengd ársins?
Frá sumaraukareglunni, sem kennd er við Þorstein surt,
er sagt í íslendingabók Ara fróða. Samkvæmt þeirri
reglu skyldi bæta viku við sumarið sjöunda hvert ár.
Venjulegt ár var talið 52 vikur, eða 364 dagar til jafn-
aðar. Skekkjan á tímatalinu hefði þá enn numið tæpum
fjórða parti úr degi á ári, eða um mánuði á 120 árum.
Hefðu menn átt að verða þessa varir og sjá nauðsyn
nýrra leiðréttinga. Þeirrar skoðunar hefur og gætt, að
á næstu tveim öldum eftir setningu sumaraukans (960)
muni Islendingar hafa lagfært tímatalið annað slagið
og nokkuð af handahófi, þótt engar heimildir séu um.
En nú kemur sá skilningur mjög til greina, að með
orðunum „sjöunda hvert ár“ sé átt við 6. hvert ár eftir
nútíma málvenju. Þessi skýring er runnin frá Finni
Jónssyni, en ég þóttist geta rennt frekari stoðum undir
hana í Skímisgrein 1961 (Nokkur orð um sumarauka-
greinina í Islendingabók, bls. 171—174). Sé þessi skiln-
ingur réttur, sem ég hygg vera, hefur Þorsteinn surtur
talið árið 365% daga, sem víkur aðeins V1:i úr degi frá
réttu ári. Skekkjan hefði numið einni viku á 93 árum, og
er þá lítil ástæða til að halda, að þetta tímabil hefði ekki
getað nægt, þar til missiratalið var tengt við júlíanska
tímatalið, en það var í síðasta lagi um 1150.
Sú spurning hlýtur nú að vakna, hvernig Þorsteinn surt-
ur hefur fundið lengd ársins og hvort hann hefur haft
skilyrði til að finna það méð slíkri nákvæmni, sem hér
er gert ráð fyrir.
Fyrst er á það að líta, að það tímatal, sem landnámsmenn