Saga - 1968, Page 146
142 LENGD ÁRSINS
sex árum seinkaði hinu sérstaka sólarlagi um heila viku
í tímatalinu.
Þórólfur mostrarskegg er talinn nema land 884. Hann
býr á Hofsstöðum og stofnar þing þar rétt hjá. Sonar-
sonur hans, Þorsteinn surtur, elzt upp hjá afa sínum, og
síðar býr Þorsteinn nærri þessum þingstað alla ævi. Frá
æsku hefur Þorsteinn heyrt talað um breytingu á sólar-
gangi, og þegar farið er að ræða tímatalsvandamálið á
Alþingi, hefur hann nauðsynlega þekkingu á því. Er vel
hugsanlegt, að hann hafi vitað nærri því upp á dag, hve
miklu breytingin hafði numið á nærri 70 árum, vegna
þess sem hann nam af afa sínum. Sé svo, gat hann vitáð
lengd ársins svo, að minna skeikaði en y70 úr degi. En
segjum heldur, að fyrst sem fullorðinn maður hafi hann
fengið nægilegan áhuga á málinu til að gera eigin athug-
anir. Þá nægðu honum 8 ár til að sjá, að hið sérstaka
sólsetur hafði flutzt til um 10 daga í tímatalinu. Hann
átti þannig auðvelt með að ganga úr skugga um, að árið
væri nokkru lengra en 365 dagar og að sumaraukavika
ætti að koma þéttar en 7. hvert ár. Komi hún 6. hvert
ár, telst árið 365% dagar, en komi hún 5. hvert ár telst
árið 365% dagar. Munur frá réttu ári er í fyrra dæminu
0,0755 dagar, en í því síðara 0,1578 eða um tvöfalt meiri.
Með föstu bili milli sumaraukaára var því ekki hægt að fá
nákvæmari talningu en með því að hafa sumarauka 6.
hvert ár. Gæti þá raunar verið, að Þorsteinn surtur hafi
þekkt lengd ársins með meiri nákvæmni en yis úr degi.