Saga - 1968, Síða 147
Ritfregnir
Matur og næring. Höfundar: W. H. J. Haggerty og ritstjóri tíma-
ritsins Life. Almenna bókafélagið. 1968. — Þýðandi örnólfur
Thorlacius.
Setning texta og umbrot er gert í Prentsmiðjunni Odda í Reykja-
vík, bókin er hins vegar prentuð og bundin i Hollandi, en samin i
Bandaríkjunum. — Á sama hátt og brauðið, sem við borðum, er bókin
orðin til fyrir samstarf manna i mörgum þjóðlöndum.
Þetta er falleg bók og vel gerð eins og aðrar bækur í Alfræðasafni
AB. Aðalhöfundurinn William H. Sebrell telst einn af fremstu vis-
indamönnum í næringar- og heilsufræði. Þá er James J. Haggerty
þekktur höfundur bóka um visindaleg efni og verðlaunahafi, og þýð-
andinn, Örnólfur Thorlacius, er bæði orðhagur, fjölvís og kiminn. Það
er hvergi þýðingarbragð að bókinni, en oft farið á kostum alþýðlegs
máls. T. d. er þessi skýring við mynd á ístrumaga, bls. 136—37:
— Oft fær hlægis . . .
Liðugur helmingur fullorðinna manna í Bandaríkjunum á við sömu
ummálsörðugleika að striða og maðurinn hér til hægri. Ár hvert auk-
ast mittismálin, er notkun vinnusparandi véla eykst og dregur úr
hreyfingu manna. Með tilliti til þessa dró vísindaakademía Bandaríkj-
anna árið 1964 úr hóflegri meðalþörf karlmanns á varmaeiningum úr
3200 í 2900 á dag. —
örnólfur snarar texta sínum þann veg, að mælt fólk á íslenzka tungu
skilji, en orðhöltum málgrautsmönnum ann hann ekki þeirrar þjón-
ustu, að hann setji erlend hugtök í svigum islenzkunni til skýringar.
Hann hugsar málsgreinarnar til enda á móðurmálinu. Þó er smábókar-
auki á bls. 92, íslenzk fræðiorð með erlendum skýringum. Þar sést m. a.,
að hjartakveisa útlegst á latínu angina pectoris og taugakröm: beri-
beri.
Alfræðasafnið er gagnmerkur bókaflokkur, sem sannar, að Islend-
ingar kunna að meta það, sem vel er gert í útgáfumálum; safnið hefur
selzt í 6.000 eintökum og þar yfir. Hér er ekki ætlunin að vekja at-
hygli á bókinni Matur og næring af því, að þar sé að finna lausn á
úmmálsvandamálum manna, flett ofan af skottulækningum og töfra-
iyfjum, skýrð undur meltingarinnar, birtir leyndardómar vítamínanna
°g margar furðumyndir jafnvel af innra manni hvers einstaklings.
Þessu timariti er einkum ætlað að fjalla um sögurit á islenzku, og í
bókinni er rakin merkileg saga. örnólfi farast þannig orð i formála:
»,Matur og næring, viðfangsefni þessarar bókar, hefur verið megin-