Saga


Saga - 1968, Side 152

Saga - 1968, Side 152
148 RITFREGNIR og sjósóknaraefni. Þess er að vísu getið, að hann hafi föndrað við skáld- skap og langað í menntaskóla, en sterk þrá knýr hann ekki að öðru marki en því að komast áfram. Hann er ekki af þeim viðkvæma stofni, sem þarfnast sérstaks umhverfis til þess að ná þroska, heldur getur hann dafnað jafnt meðal þangs og rósa. Hann verður snemma fast- heldinn og kappsfullur og neytir tanna til þess að innbyrða maríu- fiskinn. Varla sést hann fyrir nema í björgum; hann er lofthræddur. Þess getur hvergi í frásögn þeirra Þórbergs, að Einar Sigurðsson hafi verið féglöggur í uppvexti. Það kann að vera þjóðsaga, sem hefur gert hann að Einari rika, en Sveini á Egilsstöðum varð það á að gefa hon- um það nafn til hnjóðs og einn af samþegnum Einars í Vestmannaeyj- um, Helgi Benediktsson, henti það kenningarheiti á lofti og sá um, að það festist. Einar tekur lesanda fyrst inn í heim, sem er skyldari fornöld- inni en veruleik þeim, sem umlykur Eyjar nú. Einar kemst vitanlega ekki hjá því að verða smali eins og aðrir Islendingar fæddir fyrir 1920, og margir jafnaldrar hans eða yngri menn standa öðrum fæti enn í veröld, sem var og kemur aldrei aftur. Segja má, að oft hafi þeim heimi fyrr verið lýst í bókum: — Það var lengi vel ein skilvinda i Eyjum, skilvinda hreppsins, og menn standa í biðröð við hana með mjólkurlöggina sína. Einar er skyggn, frásögn hans myndræn. Bókin er 280 síður og lop- inn ekki teygður, og þó hún sé eins hæggeng og tímabilið, sem hún fjallar um, eru setningar knappar og frásögnin æsileg á stundum. Auðvitað ber málfar bókarinnar merki þess, að Þórbergur Þórðar- son stýrir þar penna. Það er hann, sem agar og temur gæðinginn Einar Sigurðsson. Þeir standa báðir fótum í tvennum veröldum, eru tvívitulir að skaphöfn og verða að gera okkur ljóst hið horfna til að geta skýrt fyrir okkur og framtíðinni, í hverju hin miklu kynslóða- skipti 20. aldar eru fólgin. Gildi bókarinnar og langlífi er ekki einkum fólgið í því, að hún leiði okkur um óþekkt plön horfins veruleika, held- ur felst það i vísindalegri nákvæmni i lýsingum, nærfærnum skilningi á mönnum, myndum af atburðum og þórbergskri fágun. Þórbergur er visindamaðurinn meðal íslenzkra rithöfunda, rannsakandinn, en jafn- framt prettakarlinn. Þeir Einar fylgja okkur um hvern krók og kima bæjarins á Heiði, en ekki vegna húsakynna, heldur vegna mannlífs, sem þar var. Stofulýsingin er ógleymanleg, því að hún er umgerð um alskeggjaða erfiðismenn kringum borðið, þar sem þeir sitja og stjórna hreppnum. 1 piltastofunni birtist sá ástfangni, semur skáldverk, kennir esperantó og nær í stúlkuna. Lesandinn uppgötvar Eyjar í félagi við greindan ungling, sem er ekki kominn á raupsaldur, þegar hann leysir frá skjóðunni. Okkur er boðið í ferðalög um þær og kringum þær. Þar iðar allt af lífi, fornu og nýju, virkilegu og Imynduðu. Heilagur andi má meira að segja vera að því að birtast Einari Sigurðssyni á fermingardaginn hans. en á dálítið rúmhelgsm hátt. Báðir hafa þeir Þórbergur alizt upp með fornaldarfólki, annar er jafnvel sonur víkings. Söguhetjan er Sigurður Sigurfinnsson, sem her-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.