Saga


Saga - 1968, Side 158

Saga - 1968, Side 158
154 RITFREGNIR Þorsteinn Thorarensen: Eldur í æðum. — Myndir úr lífi og við- horfum þeirra, sem voru uppi um aldamót. Bókaútgáfan Fjölvi. Reykjavik 1967. Fyrir svo sem einum áratug var svo komið, að tekið var að fyrn- ast mjög yfir sögu þjóðarinnar um aldaskilin síðustu, jafnvel svo að heita mátti, að þeir Gissur og Geir, Gunnar, Héðinn og Njáll stæðu mönnum nær sjónum en þeir Skúli, Hannes og Björn, sem þó voru samtímamenn og átrúnaðargoð feðra okkar og afa. Helzt var það elzta kynslóðin, sem rámaði eitthvað í þrætumál og nöfn nokkurra þjóðmálaskörunga frá þessum árum. Ástæðan til þess, að tímaskeið þetta hafði hulizt svo gleymsku og mósku, var ekki sú, að það væri snautt af stórmerkjum eða litt forvitnilegt, heldur að almenningur átti lítinn kost á því að kynna sér það í aðgengilegum ritum og búningi. Sagnamenn okkar að fáum undanskildum rýndu þá sem fastast í blöð fyrri alda og leiddu litt hugann að því, sem nær stóð i tíma, svo að það fékk að liggja að mestu óhreyft og ókannað. En þetta er auðskilið, eins og þá háttaði til. Saga fyrri alda bauð upp á óþrjótandi verkefni og þau mörg ærið heillandi, en fræðimanna- stéttin eigi svo liðsterk, að hún gæti alls staðar unnið úr heimildum. En á síðustu árum hefur orðið allmikil breyting á þessu, því að nokkrir söguspekingar hafa tekið sér fyrir hendur að rannsaka og rita um einstaka þætti þjóðarsögunnar um síðustu aldamót. Það sýnir og vaxandi áhuga á þessu slceiði, að allmargir stúdentar i sagn- fræði við háskólann hafa sótt til þess tíma efni í ritgerðir sínar, en þær hafa til þessa flestar átt það sammerkt, að þær hafa hafnað í svartnætti skrifborðsskúfunnar engum til gagns eða ama, enda mun höfundum þeirra hvorki hafa gefizt tími né aðstaða til að ganga frá þessum ritsmíðum til birtingar. Þau rit, sem komið hafa út á síðustu árum um tímabilið, hafa átt misjöfnu gengi að fagna, um sum hefur verið harla hljótt, en önnur allhátt, en hvort það sé einhver mælikvarði á gildi þeirra, verður að sinni látið liggja milli hluta. Víst er, að ritverk þeirra Kristjáns Albertssonar og Þor- steins Thorarensens hafa vakið mesta athygli og umtal. Hinn fyrr- nefndi hefur sent frá sér ævisögu Hannesar Hafsteins í þrem bindum og hinn siðarnefndi tvö sögurit, og er von á fleiri frá hans hendi. Hefur almenningur tekið þessum ritum tveim höndum og lesið, því að nú um skeið hefur brugðið svo við, að nöfn aldamótamann- anna, Skúla, Hannesar og Björns, hafa komizt á margra varir og menn hafa jafnvel tekið að þrátta um gömul deilumál, Valtýsku, Skúlamál, Islandsbanka og símamálið, og er þá likt og logi í gömlum glæðum. En það er ekki einungis efnisvalið, sem hefur vakið menn til umræðna um rit þessi, heldur einnig meðferð þess og söguskoðun höfundanna, en um það hafa skoðanir verið ærið skiptar. Hvað sem dómum manna líður, hafa þeir Kristján og Þorsteinn vakið slíkan áhuga á sögu aldamótamanna, að þess má nú vænta, að sagnfræðingar taki af kappi að rannsaka þetta söguefni og kveðja sér hljóðs. En hve-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.