Saga - 1968, Side 158
154
RITFREGNIR
Þorsteinn Thorarensen: Eldur í æðum. — Myndir úr lífi og við-
horfum þeirra, sem voru uppi um aldamót. Bókaútgáfan Fjölvi.
Reykjavik 1967.
Fyrir svo sem einum áratug var svo komið, að tekið var að fyrn-
ast mjög yfir sögu þjóðarinnar um aldaskilin síðustu, jafnvel svo að
heita mátti, að þeir Gissur og Geir, Gunnar, Héðinn og Njáll stæðu
mönnum nær sjónum en þeir Skúli, Hannes og Björn, sem þó voru
samtímamenn og átrúnaðargoð feðra okkar og afa. Helzt var það
elzta kynslóðin, sem rámaði eitthvað í þrætumál og nöfn nokkurra
þjóðmálaskörunga frá þessum árum. Ástæðan til þess, að tímaskeið
þetta hafði hulizt svo gleymsku og mósku, var ekki sú, að það væri
snautt af stórmerkjum eða litt forvitnilegt, heldur að almenningur
átti lítinn kost á því að kynna sér það í aðgengilegum ritum og
búningi. Sagnamenn okkar að fáum undanskildum rýndu þá sem
fastast í blöð fyrri alda og leiddu litt hugann að því, sem nær stóð
i tíma, svo að það fékk að liggja að mestu óhreyft og ókannað. En
þetta er auðskilið, eins og þá háttaði til. Saga fyrri alda bauð upp
á óþrjótandi verkefni og þau mörg ærið heillandi, en fræðimanna-
stéttin eigi svo liðsterk, að hún gæti alls staðar unnið úr heimildum.
En á síðustu árum hefur orðið allmikil breyting á þessu, því að
nokkrir söguspekingar hafa tekið sér fyrir hendur að rannsaka og
rita um einstaka þætti þjóðarsögunnar um síðustu aldamót. Það
sýnir og vaxandi áhuga á þessu slceiði, að allmargir stúdentar i sagn-
fræði við háskólann hafa sótt til þess tíma efni í ritgerðir sínar,
en þær hafa til þessa flestar átt það sammerkt, að þær hafa hafnað
í svartnætti skrifborðsskúfunnar engum til gagns eða ama, enda
mun höfundum þeirra hvorki hafa gefizt tími né aðstaða til að ganga
frá þessum ritsmíðum til birtingar. Þau rit, sem komið hafa út á
síðustu árum um tímabilið, hafa átt misjöfnu gengi að fagna, um
sum hefur verið harla hljótt, en önnur allhátt, en hvort það sé
einhver mælikvarði á gildi þeirra, verður að sinni látið liggja milli
hluta. Víst er, að ritverk þeirra Kristjáns Albertssonar og Þor-
steins Thorarensens hafa vakið mesta athygli og umtal. Hinn fyrr-
nefndi hefur sent frá sér ævisögu Hannesar Hafsteins í þrem bindum
og hinn siðarnefndi tvö sögurit, og er von á fleiri frá hans hendi.
Hefur almenningur tekið þessum ritum tveim höndum og lesið,
því að nú um skeið hefur brugðið svo við, að nöfn aldamótamann-
anna, Skúla, Hannesar og Björns, hafa komizt á margra varir og
menn hafa jafnvel tekið að þrátta um gömul deilumál, Valtýsku,
Skúlamál, Islandsbanka og símamálið, og er þá likt og logi í gömlum
glæðum. En það er ekki einungis efnisvalið, sem hefur vakið menn
til umræðna um rit þessi, heldur einnig meðferð þess og söguskoðun
höfundanna, en um það hafa skoðanir verið ærið skiptar. Hvað sem
dómum manna líður, hafa þeir Kristján og Þorsteinn vakið slíkan
áhuga á sögu aldamótamanna, að þess má nú vænta, að sagnfræðingar
taki af kappi að rannsaka þetta söguefni og kveðja sér hljóðs. En hve-