Saga - 1968, Síða 161
RITFREGNIR
157
Þorsteinn legðumst á eitt til þess að uppræta þessa áráttu, fengjum
við líklega lítið að gert, og er því affarasælast að kippa sér ekki upp
við það, en treysta því, að hver skyni borinn maður leggi ekki meira
upp úr orðum stjórnmálamanna en tilefni er til.
Ekki lætur höfundur fylgja heimildaskrá með bók sinni, en hún
mun eiga að koma í lokabindi ritflokksins. Langtum heppilegra hefði
þó verið að gera tæmandi grein fyrir heimildum í hverju bindi um
sig, svo að unnt sé að kynna sér jafnóðum, hvert efniviðurinn er
sóttur, því að sitthvað hefur höfundur fram að færa, sem vert væri að
líta nánar á, en ekki er ljóst, hvaðan runnið sé. Endrum og eins er
þó heimilda getið, en þá oft á ófullnægjandi hátt, til dæmis er ekki
getið dagsetningar eða tölusetningar á þeim blöðum, sem til er vitn-
að. Höfundur gerir margar athuganir og skýringar við söguefni sitt,
og er þar margt ugglaust rétt skilið, en sumar niðurstöður hans virð-
ast vafasamar og eiga sér litla eða enga stoð. „Jón Sigurðsson studd-
ist á sínum tíma við hin sögulegu rök, en á sama tíma var hann fyrst
og fremst hinn praktíski maður. Hann var upprunninn úr hinu sér-
kennilega breiðfirzka kaupmennskuumhverfi, þar sem segja mátti, að
hið fyrsta raunverulega íslenzka auðmagn skapaðist" (bls. 32). Mér
þykir höfundur hætta sér nokkuð út á hálan is að rekja hinn praktíska
mann Jóns Sigurðssonar til Breiðafjarðar og til kaupmennskuum-
hverfis(?) þar. Ef menn vilja svo við hafa, má alveg eins rekja þenn-
an eðlisþátt Jóns austur í Grimsnes eða vestur í Isafjarðardjúp.
Ætli það nægi ekki að segja, að Jón sé kominn af ráðdeildarsömu
(„praktísku") vestfirzku prestakyni? Og léttvægt þykir mér, er höf-
undur segir: „að einn þeirra (þ. e. Þórður Thoroddsen) varð mikill
tónlistarunnandi, ef til vill í og með vegna þess, að hann felldi hug
til stúlku af mestu tónlistarætt landsins" (bls. 76). Þórður og Anna
Lovísa hans áttu sameiginlegt áhugamál, þau unnu bæði tónlistinni,
en það er af og frá, að hún hafi lagt nokkuð að manni sínum í þeim
efnum, því að Þórður var að upplagi mjög listhneigður og gat sér í
skóla orð fyrir hæfileika á sviði söngs og leiklistar. — Einnig segir
höfundur: „Sem umbótamaður hlaut hann (þ. e. Skúli Thoroddsen)
að lenda i árekstri við rikjandi íhaldsöfl i landinu, en þó ekki sé
beinlínis hægt að segja, að hann hafi verið seinþreyttur til vand-
ræða, þá virðist mér margt benda til, að hann hefði ekki kosið, að í
odda skærist sem raun varð á, heldur hafi aðrir, sem voru örari
og æsingafyllri í lund, átt þátt í að etja honum út í vandræðin, og
þá ef til vill ekki sizt kona hans, sem var óvenjulegur kvenkostur, en
ör, heiftúðug og herská eins og skjaldmær" (bls. 73). Við þetta er það
að athuga, að mjög hæpið er, að nokkur hafi átt þátt í því að etja
Skúla út í vandræðin (þ. e. Skúlamálið), og algerlega er það órök-
stutt, að þar hafi kona hans valdið miklu um, fyrir því er enginn
stafur. — Rangt er það, að vinstri flokkurinn í Noregi hafi komizt
til valda undir forustu Sverdrups árið 1882 (bls. 156), en hið rétta er,
að það var ekki fyrr en 1884. Ég hefði viljað minnast á enn fleiri atriði
í þessari sögubók Þorsteins, einkum ýmsar ályktanir hans, sem ég