Saga - 1968, Qupperneq 162
158
RITFREGNIR
tel orka tvímælis eða fá vart staðizt, en læt það ógert rúmsins vegna.
Hins vegar tel ég rétt að víkja að þeim hluta bókarinnar, sem fjallar
um Skúlamálið.
Höfundur ver allmiklu rúmi til þess að segja frá Skúlamálinu og
styðst þar við málsskjölin sjálf. Er lýsing höfundar á þessu stórbrotna
máli og flokkadráttum þeim, sem urðu því samfara, hin ágætasta, ekki
sízt vegna þess að hann hefur haft glöggt auga fyrir því, hvernig hin-
ar félagslegu aðstæður urðu til þess að móta allt málið. Hins vegar
þykir mér höfundur hroðvirkur, allviða er að finna efnisvillur, hæpnar
ályktanir, staðlausar tilgátur og ónákvæmt orðalag. Lítum á vinnu-
brögðin: (bls. 243) „Það er ekki gott að skera úr þvi, hvers vegna
þessir tveir menn, Salómon og Sigurður, völdust til fylgdarinnar,
en liklega voru þetta allt óreglumenn, sem höfðu kynnzt við skál.
Ekki lítur þó út fyrir, að þeir hafi verið ölvaðir, er þeir lögðu
af stað, en hins vegar höfðu þeir brennivín með sér. Virðist sem
Sigurður hafi haft 3 þriggja pela brennivínsflösku með sér, og
kannski höfðu hinir líka einhverja lögg í malpokum sínum." Hér
riður hver tilgátan annarri að óþörfu, en hvað segja prófin sjálf?
a) Pétur kveðst hafa þekkt Salómon, síðan hann var vinnumaður
að Stað. Eiríkur hefur einnig þeklct hann frá þeim árum. b) Þegar þeir
fimmmenningarnir lögðu af stað frá Eyri, voru þeir Salómon og Sig-
urður algáðir, Eirikur og Pétur hreifir og Álfur vel drukkinn. c) Hvaða
stafur er fyrir því, að þeir Eiríkur og Pétur hafi verið óreglumenn?
Hvort kalla eigi þá Salómon og Sigurð óreglumenn, er matsatriði,
báðum þótti vín gott, en ekki er annað vitað en þeir hafi stundað
störf sín sem aðrir. d) Ekki er þess getið, að Sigurður hafi haft með sér
vínföng, en hinsvegar, að Eiríkur hafi átt eina þriggja pela brennivíns-
flösku, sem hann veitti af.
(bls. 244—5) „Voru þeir nú komnir á miðja heiði, svo að sjö vörður
voru til beggja átta, og þar ætluðu þeir að skiljast." — „Svo virðist
sem Salómon hafi risið upp I þriðja sinn og ráðist á Álf, sem hafi
fellt hann jafnskjótt." — „og sneri (Salómon) heimleiðis frá þeim
án þess að kveðja." a) Vitnunum ber saman um, að þau hafi verið
komin nokkurn spöl norður fyrir heiðina miðja. b) Álfur bar, að
hann hefði fellt Salómon tvisvar. c) Eiríkur bar: „og kvaddi (Salómon)
þá Eirík, Álf og Pétur með kossi." — „Jón Friðriksson á Flateyri".
Jón er talinn til heimilis á Hvilft.
(bls. 247) „Og einhvern veginn fór það svo, að hann (Guðmundur
Eiriksson) hreyfði sig lítið í málinu fyrr en eftir jól. Skrifaði hann
tilkynningu um þennan atburð ekki fyrr en á jóladag —— Hið rétta
er, að Guðmundur skrifaði Skúla 23. desember, daginn eftir líkfundinn.
„Þannig varð mikill hluti skýrslunnar fyrst og fremst þarflaus lýsing,
sem hafði i sér fólgna ásökun á hendur Flateyringum fyrir það, að frá-
gangur þeirra og geymsla á líkinu hafi verið smánarleg" — Halldór
Torfason fylgdi hinni venjulegu gerð likskoðunarvottorða, og mér er
það til efs, að hann hafi haft nokkra ásökun í huga vegna likgeymsl-
unnar, því að alvanalegt var að geyma lík í útihúsum, þar sem mýs
gátu komizt að þeim. Frekar má skilja skýrsluna svo, að Halldór hafi