Saga - 1968, Síða 163
RITFREGNIR
159
viljað leggja sérstaka áherzlu á, að sárin á líki Salómons væru af
völdum músa, en ekki manna. Höfundur talar einnig um ofsóknir
gegn Halldóri (bls. 248), en mér finnst það fullsterkt orð um þann
grun, sem hvíldi á Halldóri um, að hann hefði gefið skýrslu vilhalla
Sigurði skurði.
(bls. 249) „Hann (þ. e. Skúli) handtók Sigurð Jóhannsson og flutti
hann með sér næsta dag (þ. e. 5. janúar) til Isafjarðar". — Hið rétta
er 7. janúar.
Björn Guðlaugsson stendur undir bréfi hreppsnefndarinnar í Mos-
vallahreppi (bls. 255), en á að vera Bóas Guðlaugsson.
(bls. 277) „Menn vissu ekkert, hvert hann hafði farið, en hann
var horfinn á brott úr bænum. I augum Lárusar var þetta strok hans
kannski aðeins til hins betra. Þar með viðurkenndi Skúli sekt sína.
Nú var hann búinn að vera.-------Skúli var strokinn, kannski kominn
um borð í Ameríkufar. Hver vissi það?“ — Hér er stillinn heldur betur
ýktur. Lárusi var fullkunnugt um, hvert ferð Skúla var heitið, enda
hafði Skúli skýrt honum frá því áður. Allt tal um Ameríku er hér ger-
samlega út I hött.
(bls. 283-4) „Og um leið og hann vék Skúla úr embætti og setti
Lárus sýslumann i hans stað, sendi hann (þ. e. landshöfðingi) Lárusi
svohljóðandi bréf, sem varðveitt er með rithönd Hannesar Hafstein,
og gefur það ef til vill sérstakt tilefni til að álykta, að hann hafi
verið í ráðum með Magnúsi við að semja það“. — Þótt embættisbréf
þetta frá 29. ágúst 1892 sé með hendi landritara, Hannesar Hafsteins,
sannar það ekkert um hlut hans í Skúlamálinu, en hins vegar er
unnt að færa sterkar líkur fyrir þvi, að Hannes hafi verið trúnaðar-
maður landshöfðingja I þessu máli.
(bls. 285) „Að sögn Skúla, sem ekki hefur verið mótmælt, tók
Magnús landshöfðingi þá þvert fyrir það, að rannsaka ætti alla
embættisfærslu Skúla og er þetta atriði, neitun landshöfðingja, fáein-
um dögum eftir að bréfið 29. ágúst var skrifað, eitt allra furðulegasta
fyrirbærið í öllum Skúlamálunum, og er leitt að ekki skuli vera hægt
að skera úr um það, hvað var þarna á seyði, því að á þessu hvilir allt
hið afdrifarika framhald þessa máls“. Ilér hafa höfundi fallizt hendur,
þótt margt hafi hann skýrt, stórt og smátt, en not hefði hann getað
haft af skýringu þeirri, sem Skúli setti fram um þetta atriði og
ekki virðist fjarri lagi. Sjá Alþt. 1895 B, bls. 1795— 6.
(bls. 288) „Það var ekki fyrr en 25. ágúst, sem Skúli bauðst til að
afhenda Þorvaldi prentsmiðjuna —“. — Hið rétta er 22. júlí.
(bls. 291) „Þegar þau (réttarvitnin Ólafur og Þorsteinn) voru orðin
nógu rugluð, lét Lárus þau vinna eið að framburði sínum." — Engan
unnu þeir Ólafur og Þorsteinn eiðinn i Rögnvaldsmálinu.
(bls. 299) Vísan „Það er sorglegt syndagjald" er örugglega eftir
séra Sigurð i Vigur. — „Þessi bragur kom upp á ísafirði, og var höf-
undur óþekktur". — Bragur þessi er eftir Sighvat Grímsson Borgfirð-
ing og heitir Rassalínsraunir. Er hann 6 erindi, hvert 10 vísuorð.
(bls. 305) „Aldraðan mann, Jón Guðmundsson á Laugabóli —“. —
Jón var Halldórsson.