Saga - 1968, Page 164
160
RITFREGNIR
(bls. 320) „Fór Björn sýslumaður jafnvel furðu langt eftir þessum
beiðnum hans (þ. e. Skúla) og tók að eltast við vitni út um allt hérað-
ið". — Vitnaleiðslu varð aðeins við komið á ísafirði i nóv.—des. 1893.
1 ögri lenti allt í tómu málþófi. Vitnamál, sem átti að taka fyrir
annars staðar í sýslunni, fórust fyrir vegna veðurs.
(bls. 322) „Var hann svo þakklátur, að þegar Skúli taldi upp marga
tugi nýrra vitna, sem leiða þyrfti i fyrstu kærumálunum, þá sentist
Björn (Bjarnarson) hjólviljugur inn um allt Djúp og safnaði saman
vitnisburðum fjölda fólks um það, hvernig Lárus hefði beitt þá ofbeldi
og hótunum í vitnaleiðslum, og urðu þau réttarpróf nærri óendanleg".
— Vitnamál fóru einungis fram á ísafirði vorið 1894, en önnur, sem
stefnt hafði verið til á ýmsum stöðum í sýslunni, fórust öll fyrir
vegna veiki þeirrar, sem þá geisaði.
(bls. 323) „Lárus svaraði með þvi að kasta þcim i varðhald, og síðan
dæmdi hann þá til þungra fangelsisrefsinga fyrir rangan framburð
og meinsæri. Sá dómur hans fór eins og fleiri til Landsyfirréttar, og
voru þeir Úlafur og Þorsteinn sýknaðir". — Lárus setti ekki Þorstein
í varðhald, en hins vegar Ólaf tvívegis. Lárus kvað ekki upp dóm í
máli Þorsteins, en landsyfirréttur ómerkti dóm hans í máli Ólafs, og
kom það í hlut Sigurðar Briems að afgreiða málin þeirra beggja í
héraði. Fyrir landsyfirrétti var Ólafur sýknaður, en Þorsteinn var
fundinn sekur.
(bls. 326) „Hinsvegar er talið, að þriðji dómarinn, Lárus Svein-
björnsen, hafi viljað staðfesta dóm Lárusar Bjarnasonar, ef ekki herða
á honum". — 1 dómabók landsyfirréttar er unnt að sjá afstöðu Lárusar
Sveinbjörnssonar, svo að ekki verði um villzt. Hann vildi dæma Skúla
í 800 króna sekt.
(bls. 328) „Og Zöllner gerði betur, hann lánaði Skúla þá 2000
króna fyrirframgreiðslu, sem Rée krafðist, og grunar mig jafnvel að
Skúli hafi ekki þurft að endurgreiða það lán, þó að það sé enn nokkuð
óljóst mál“. — Ekki hefur höfundur fyrir því, að rökstyðja þennan
grun sinn, og virðist lítill fótur fyrir honum.
(bls. 336) „Skúli svaraði þegar um hæl 12. maí og sendi bréf til
landshöfðingja og auk þess afrit í trúnaði til Hannesar Hafstein" —
Það er hreinn misskilningur, að Skúli hafi sent Hannesi afrit af bréf-
inu og það i trúnaði, heldur tók Hannes afrit af bréfinu handa lands-
höfðingjaskrifstofunni, því að frumbréfið var sent til íslenzku stjórn-
ardeildarinnar í Höfn, svo að þeir þar mættu líta það eigin augum.
Fleira mætti til tína, en mál er að linni. Bók Þorsteins Thoraren-
sens virðist mér hafa bæði mikla kosti og mikla galla. Aðall bókarinn-
ar er frásagnargleði og yfirleitt gott söguskyn, en mein hennar er hins
vegar það, að ekki gætir þar þeirrar vandvirkni, sem krefjast verður
af söguriti. En okkur gleymist stundum hið rómverska heilræði:
Festina lente. Bókin er myndarlega úr garði gerð, letur þægilegt og
pappír góður, en til lýta eru prentvillur allmargar. Myndir eru margar
og flestar þeirra fágætar og fásénar, til dæmis myndin af Sigurði
skurði, sem er líklega sú eina, sem til er af honum, enda mun honum
ekki hafa orðið tíðreikað til ljósmyndara um ævidagana.
Jón Guðnason.