Saga


Saga - 1968, Side 165

Saga - 1968, Side 165
RITFREGNIR 161 Jóhann Briem: Til Austurheims. Ferðaþættir frá Arabalöndum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Rvk. 1967. Jóhann Briem listmálari er víðförull maður. Hann hefur ferðazt í fjórum álfum heims. Um ferðir sínar hefur hann áður ritað tvær bækur, Landið helga og Milli Grænlands köldu kletta. Nú er komin út 3. bók hans, og fjallar hún um ferðalög í Afríku og Vestur-Asiu. Þeir, sem lesið hafa fyrri bækur Jóhanns, byrja á þessari bók með eftirvæntingu. Jóhann Briem er ekki aðeins myndlistarmaður, hann er einnig rithöfundur af guðs náð. I bókum Jóhanns er reyndar svo, að ógerlegt er að greina milli rithöfundarins og myndlistarmannsins. Allt er séð með augum myndlistarmannsins og brugðið upp svipmynd- um af formum og þó einkum litum. Dæmi þess sést þegar í fyrstu setningu bókarinnar, um haust í Egyptalandi: „Ekki bleikt haust með fölnuðu laufi og visnum stráum, heldur heit árstíð, þegar gróður sýnir engin dauðamörk. Skuggsælir aldin- garðar halda hinni safamiklu grósku sumarsins, og grannvaxin pálma- tré svigna undir þungum laufkrónum. Papyrussefið með tjarnarbökk- um er grænt og stinnt, en lótusblóm þekja vatnsflötinn með breið- um blöðum sinum og mynda græna hólma, sem fijóta á vatninu. Þau standa enn I blóma og breiða djúpblá bikarblöð móti sólargeislunum." Slikar svipmyndir eru á hverju strái í bókinni, litalýsingar i henni skipta sennilega þúsundum. Það gæti annars verið fróðlegt að rann- saka betur en gert hefur verið litaskynjun og formskynjun íslenzkra skálda. Einar Benediktsson hefur augljóslega meiri skynjun á form en liti. Jónas Hallgrímsson, Steingrímur Thorsteinsson, Tómas Guð- mundsson og Guðmundur Böðvarsson hafa allir næma litaskynjun. Steinn Steinarr er skáld hinna daufu og dapurlegu lita, hann málar í gráu, grásvörtu, gulbleiku. Ferðasaga Jóhanns hefst í Egyptalandi, og hann heldur upp með Níl allt að landamærum Súdans. Síðan liggur leiðin til Arabalanda i Vest- ur-Asíu, Líbanons, Sýrlands og Jórdaníu. Hann fer yfir Líbanons- fjöll til Damaskus, sem oft er nefnd elzta borg heims, kemur I rústir Jeríkóborgar, að gröf Abrahams, og að lokum heimsækir hann Petru, hina rauðu ævintýraborg, sem í fornöld var stundum glæsileg heims- borg, stundum ræningjabæli, stundum týnd með öllu og er nú i eyði. Höfundur gleymir því ekki eitt andartak, að hann fer um eld- fornar söguslóðir. Fornleifarnar litur hann ekki aðeins augum listamannsins, heldur athugar frá sjónarmiði sagnfræðinnar, hvar sem hann heimsækir minnismerki hins liðna, rústir borga, þar sem áður var iðandi mannlíf, en nú oft dauðakyrrð og auðnin ein. Allir, sem unna sagnfræði og fornleifum, munu því hafa mikið yndi af bókinni. En hún hefur einnig að geyma óteljandi þjóðlífslýsingar úr nútímanum, bæði af litríku þjóðlífi og sumstaðar hinni ömurlegustu örbirgð, eins og hún er nú víða á þessum fornu mennigarslóðum. Líf örsnauðra egypzkra og sýrlenzkra bænda er oft harla áþekkt lífi forfeðra þeirra fyrir fimm þúsund eða sex þúsund árum. Einn dagur verður sem þúsund ár, líkt og tíminn stæði sumstaðar kyrr í þessum 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.