Saga - 1968, Side 165
RITFREGNIR
161
Jóhann Briem: Til Austurheims. Ferðaþættir frá Arabalöndum.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Rvk. 1967.
Jóhann Briem listmálari er víðförull maður. Hann hefur ferðazt í
fjórum álfum heims. Um ferðir sínar hefur hann áður ritað tvær
bækur, Landið helga og Milli Grænlands köldu kletta. Nú er komin
út 3. bók hans, og fjallar hún um ferðalög í Afríku og Vestur-Asiu.
Þeir, sem lesið hafa fyrri bækur Jóhanns, byrja á þessari bók með
eftirvæntingu. Jóhann Briem er ekki aðeins myndlistarmaður, hann
er einnig rithöfundur af guðs náð. I bókum Jóhanns er reyndar svo,
að ógerlegt er að greina milli rithöfundarins og myndlistarmannsins.
Allt er séð með augum myndlistarmannsins og brugðið upp svipmynd-
um af formum og þó einkum litum. Dæmi þess sést þegar í fyrstu
setningu bókarinnar, um haust í Egyptalandi:
„Ekki bleikt haust með fölnuðu laufi og visnum stráum, heldur
heit árstíð, þegar gróður sýnir engin dauðamörk. Skuggsælir aldin-
garðar halda hinni safamiklu grósku sumarsins, og grannvaxin pálma-
tré svigna undir þungum laufkrónum. Papyrussefið með tjarnarbökk-
um er grænt og stinnt, en lótusblóm þekja vatnsflötinn með breið-
um blöðum sinum og mynda græna hólma, sem fijóta á vatninu. Þau
standa enn I blóma og breiða djúpblá bikarblöð móti sólargeislunum."
Slikar svipmyndir eru á hverju strái í bókinni, litalýsingar i henni
skipta sennilega þúsundum. Það gæti annars verið fróðlegt að rann-
saka betur en gert hefur verið litaskynjun og formskynjun íslenzkra
skálda. Einar Benediktsson hefur augljóslega meiri skynjun á form
en liti. Jónas Hallgrímsson, Steingrímur Thorsteinsson, Tómas Guð-
mundsson og Guðmundur Böðvarsson hafa allir næma litaskynjun.
Steinn Steinarr er skáld hinna daufu og dapurlegu lita, hann málar
í gráu, grásvörtu, gulbleiku.
Ferðasaga Jóhanns hefst í Egyptalandi, og hann heldur upp með Níl
allt að landamærum Súdans. Síðan liggur leiðin til Arabalanda i Vest-
ur-Asíu, Líbanons, Sýrlands og Jórdaníu. Hann fer yfir Líbanons-
fjöll til Damaskus, sem oft er nefnd elzta borg heims, kemur I rústir
Jeríkóborgar, að gröf Abrahams, og að lokum heimsækir hann Petru,
hina rauðu ævintýraborg, sem í fornöld var stundum glæsileg heims-
borg, stundum ræningjabæli, stundum týnd með öllu og er nú i eyði.
Höfundur gleymir því ekki eitt andartak, að hann fer um eld-
fornar söguslóðir. Fornleifarnar litur hann ekki aðeins augum
listamannsins, heldur athugar frá sjónarmiði sagnfræðinnar, hvar
sem hann heimsækir minnismerki hins liðna, rústir borga, þar sem
áður var iðandi mannlíf, en nú oft dauðakyrrð og auðnin ein. Allir,
sem unna sagnfræði og fornleifum, munu því hafa mikið yndi af
bókinni. En hún hefur einnig að geyma óteljandi þjóðlífslýsingar úr
nútímanum, bæði af litríku þjóðlífi og sumstaðar hinni ömurlegustu
örbirgð, eins og hún er nú víða á þessum fornu mennigarslóðum. Líf
örsnauðra egypzkra og sýrlenzkra bænda er oft harla áþekkt lífi
forfeðra þeirra fyrir fimm þúsund eða sex þúsund árum. Einn dagur
verður sem þúsund ár, líkt og tíminn stæði sumstaðar kyrr í þessum
11