Saga - 1968, Page 168
164
RITFREGNIR
ast trúariðkunum. Um fyrrnefnda flokkinn láta þau sér aftur á móti
nægja afleiddar heimildir. Það er ef til vill vegna þessara vinnu-
bragða, að menningarsaga Durants má heita innblásið rit, skrifað
af miklum þrótti, undir áhrifum þeirra list- eða menningarstrauma,
sem höfundar sökkva sér niður i. En þau gera meira en setja hlutina
fram, þau draga ályktanir og eru óhrædd við að fara eigin leiðir. Þau
segjast vilja skrifa heillega sögu, taka hina ýmsu þætti og fella
saman I eina heild.
1 bindinu um Grikkland sjást Ijóslega þau hlutföll í efnisvali, sem
áður gat. Þannig fá Maraþon, Þemistokles, Xerxes og Salamis jafn-
margar blaðsíður og „lebensmennirnir" í Sýbaris og sá ágæti fjöl-
spekingur Pýþagóras. Þetta er mjög að vonum. Sennilega á engin
þjóð eins mikla og margþætta sögu að baki í menningarefnum sem
Grikkir. Durant hefur því af nógu að taka, enda fer hann hér á
kostum. Hann nýtur þess að fjalla um eina þjóð, sem unnið hefur
undraverk á öllum sviðum mannlegs þroska. Verkið verður því
ein samfelld heild, mun heilsteyptari en t. d. síðasta bindi hans,
„Rousseau and Revolution". En þess ber að gæta. að rit fornaldar-
sögu hafa viljað úreldast skjótt vegna nýrra rannsókna og það
á skemmri tíma en þeim tæpum 30 árum, sem liðin eru frá útkomu
þessarar bókar. Dæmi þessa eru tölur Herodotosar um fjölda í liðsafla
Persa i Persastríðum, sem settar eru athugasemdalaust. Það mundi
tæplega gert nú. Tveim köflum hefur þýðandi orðið að auka i ritið
til þess að segja frá nýjum rannsóknum á letri Krítverja og sögu
Mýkena, en þær hafa gjörbreytt hugmyndum manna um þessi efni
frá því sem álitið var, er Durant skrifaði bók sina.
Menningarsjóður hefur nú látið þýða eða ákveðið þýðingu á tveim
bindum af menningarsögu Durants, og verður ekki um deilt, að
verkið hefur tekizt afburðavel hjá Jónasi Kristjánssyni cand. mag.
Um hitt má deila, hvort ekki hefði verið nær að fá svo ágætum
þýðanda verkefni, sem staðið hefði nær nútímanum en fornaldar-
bindin hjá Durant. Það er líklegt, að við leggjum í sögukennslu of
mikla áherzlu á fornaldarsögu, með þeim afleiðingum, að sögu okkar
aldar eru ekki gerð nægileg skil. Gildi rits eins og menningarsögu
Durants fyrir íslenzka lesendur álít ég meðal annars fólgið í því, að
það geti verið heppileg aukalesning fyrir skólanemendur með kennslu-
bókum. Þannig, að verði framhald á þýðingum úrvalsverka á líkum
sviðum, álít ég, að nær væri að taka til meðferðar rit, sem f jalla um þá
róstusömu breytingatíma, er við nú lifum á. Þar kreppir skórinn
mest.
Heimir Þorleifsson.
Þorleifur Einarsson: Jarðfræði, saga bergs og lands. 335 bls.
með 209 myndum i texta. Mál og menning — Heimskringla, 1968.
I ýmsum fræðum herjar skortur nothæfra kennslubóka á mennta-
skólana (og raunar flesta skóla aðra hérlendis). Við sumar greinar
má nota erlendar bækur, þótt það erfiði nemendum raunar oft eða