Saga - 1993, Blaðsíða 10
8
GUÐMUNDUR HALFDANARSON
sem kominn var í samskiptum alþingis við stjórnina í Kaupmanna-
höfn.3
Hinn ungi sýslumaður Rangæinga virðist ekki aðeins hafa haft ný-
stárlegar hugmyndir um stjórn landsmála, heldur tók hann einnig
upp nýja stefnu í málefnum sýslumannsembættisins. A fyrsta sýslu-
nefndarfundi sínurrrhvatti hann til þess að sérstakt átak yrði gert í
fræðslumálum Rangæinga, enda fannst honum að íbúar í sumum
sveitarfélögum sýslunnar hefðu farið á mis við gagnlega menntun.4
Og á sama hátt og Páll virtist hafa viljað veita ljósi upplýsingar til
allra Rangæinga, sýndi hann strax á fyrsta embættisári sínu að hann
ætlaði ekki að láta líðast nein undanbrögð frá réttum framgangi lag-
anna í sýslunni. I fyrri hluta nóvember árið 1890 hóf hann þannig um-
fangsmikla rannsókn á meintri óreglu um meðferð reka á fjörum
Eyjafjallasveitar, þar sem greinilegt var að fyrirrennarar hans höfðu
látið afskiptalaus víðtæk brot á rekabálki ábúðarlaga.
Eftirmál þessarar rannsóknar, eða svonefnd Eyjafjallamál, hófust á
saklausri réttarrannsókn vegna hvarfs á brekánum, sem tveir eyfellsk-
ir bændur áttu að hafa stolið í Þorlákshöfn og Grindavík í kaupstað-
arferð,5 en eftir nær hálfs árs rekistefnu var svo komið í maímánuði
árið 1891 að við lá að algert uppreisnarástand hefði skapast í sveitinni
vegna meints „ofríkis" sýslumanns. Snemma í maí árið 1891 söfnuð-
ust þannig „saman margir menn í sveitinni",6 eins og segir í dómabók
3 Sbr. Odd Didriksen, „Krafan um þingræði í Miðlun og Bendikzku 1887-94," Saga 6
(1968), bls. 3-76 og Gunnar Karlsson, Fra' endurskoðiw til valtýsku (Reykjavík: Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs, 1972), bls. 41-44; sbr. einnig grein Sigurðar Líndals,
„Austur-Eyjafjallamálin - eða vinnubrögð og siðferði blaðamanns," DV, 4. júní
1983.
4 ÞI, Skjalasöfn sýslumanna og sveitastjórna (SkSS), Rangárvallasýsla, XXIl.l.
Gjörðabók sýslunefndar, 1874-1898. 29.-30. apríl 1891 og 17. október 1891. Þau
prestaköll sem fengu sérstakan styrk til skólamála voru Eyvindarhólar, Landeyjar,
Breiðabólsstaður og Þykkvibær. í frétt sem birtist í Þjóðólfi 15. maí 1891 er tekið
fram að Páli hafi fundist sérstök nauðsyn til að bæta úr menntunarskorti Eyfell-
inga og Þykkbæinga.
5 ÞÍ, SkSS, Rangárvallasýsla, V.17. Dóma- og þingbók Rangárvallasýslu, 12. nóvem-
ber 1890. Sbr. dóm í Landsyfirrétti, 11. feb. 1895, Landsyfirrjeltardómar og hæsta-
rjettardómar í íslenzkum mriliim 5. bd. (Reykjavík: Isafoldarprentsmiðja, 1901), bls.
18-36.
6 40-50 menn að sögn Reykjavíkurblaðanna. Sjá „Róstur undir Eyjafjöllum," Fjall-
konan 19. maí 1891, „Uppþot gegn yfirvaldi," ísafold 20. maí 1891, og samnefnda
grein í Þjóðólfi 22. maí 1891.