Saga - 1993, Blaðsíða 235
RITFREGNIR
233
ferð yfir nánast alla Islandssöguna og er meginviðfangsefnið þær skorður
sem settar hafa verið við kynlífi utan hjónabands. Ekki alls fyrir löngu sendi
Ottar Guðmundsson frá sér bók um kynlíf í Islandssögunni og alveg nýlega
(1992) aðra bók um áfengi í Islandssögunni. Þessar bækur hafa að geyma
þætti, lýsingar einstakra atvika og atriða, en bók Ingu Huldar er metnaðar-
fyllra verk, lýsingin er samfelld og reynt að setja hana í almennt, sögulegt
samhengi.
Höfundur hefur þá meginskoðun að afskipti yfirvalda af ástalífi almenn-
ings hafi farið vaxandi, allt frá tíma ættarsamfélags og fram á daga aukins
ríkisvalds á 16. og 17. öld. Ættin hafði mest afskipti í heiðni, síðan kaþólska
miðaldakirkjan og eftir siðskipti lútherska kirkjan og ríkisvald í sameiningu.
Þá tók við upplýsing og skynsemishyggja í dómsmálum og dró þá úr refsi-
hörku vegna ástalífsbrota og núna Iifum við á tímum mildi, kannski eitthvað
í líkingu við það sem var í heiðni, en höfundur orðar það að vísu ekki svo. í
þennan ramma setur höfundur lýsingu sína en ætlar sér jafnframt að kafa
nokkru dýpra og skýra þær hugsjónir og þau sjónarmið sem lágu því að baki
að bæði fóru afskiptin vaxandi og refsingar við því að beina frumhvötum í
annan farveg en til var ætlast fóru harðnandi (bls. 11). Skýringar sækir höf-
undur ma. i félagsgerð, lífskjör og landshagi (sbr. bls. 277).
Nýstárlegt og forvitnilegt er að sjá mikilvægt sögulegt atriði sett í svo yfir-
gripsmikið samhengi og álitlegt að hafa viðfangsefnið þó svo takmarkað og
skýringarrammann svo einfaldan. Eg held að fátt verði fundið að ramman-
um nema kannski að höfundur geri of mikið úr umburðarlyndi á tíma ættar-
samfélags í heiðni (bls. 15, 21, 22). í raun vitum við fjarska lítið um heiðna
tímann og er varasamt að ætla sér að láta Grágás varpa ljósi á hann.
Hér er mikið færst í fang og hver er svo árangurinn? Textinn er aðgengi-
legur og læsilegur, höfundur er vel ritfær og kostar kapps um að greina sem
oftast frá örlögum einstaklinga sem urðu fyrir barðinu á yfirvöldum vegna
ásthneigðar sinnar. Þetta er sjálfsagt mjög að óskum almennra lesenda. Hins
vegar verður minna en sagnfræðingar munu óska úr skýringum á afskipta-
semi og refsihörku. Lesendum er ekki íþyngt með miklum lærdómi en fá í
staðinn forvitnilegar örlagasögur fjölmargra einstaklinga á flestum öldum Is-
landssögunnar.
Stundum er talað um tour de force þegar sagnfræðingar færast mikið í fang
og varpa ljósi á löng tímabil í sögunni með nýjum og snjöllum tilgátum og
hrófla þannig við ríkjandi skoðunum. Umrædd bók verður varla flokkuð
roeð slíkum verkum enda verður ekki sagt að höfundur setji fram nýja heild-
arskýringu á þróun mála. Fræðilegar skýringar eru jafnan sóttar til annarra
og er oft sagt frá þeim eins og í kynningarskyni, etv. einkum af því að höf-
undur leggur áherslu á að vera aðgengilegur og telur það líklega ma. hlut-
verk sitt að miðla fræðilegu efni frá sagnfræðingum til almennra lesenda.
Umrætt rit minnir stundum á verkið Snorri á Húsafelli eftir Þórunni Valdi-
marsdóttur sem segir ekki aðeins frá ævi Snorra heldur leggur undir alla
sogu 18. aldar og skirrist ekki við að segja frá dramatískum og forvitnilegum
atburðum á 17. öld, þegar henni þykir henta, líklega helst til að krydda frá-
sögnina og skemmta lesendum, og lætur fljóta með margháttaðar þjóðhátta-