Saga - 1993, Blaðsíða 301
HÖFUNDAR EFNIS
299
stofnunar 29, 1991). Útgefandi: Lnimrríð oc? landsfeður. Bréfaskipti Björns /óns-
sonnr og Valtýs Guðnmndssonar (1974) og Bréfabók Þorldks biskups Skúlasonar
(1978).
Lóa St. Kristjánsdóttir, f. 1962. Stúdent frá MR 1982. BA-próf í sagnfræði og
stjórnmálafræði frá H1 1990. Próf í uppeldis- og kennslufræði frá HI 1989.
Kennari við MS frá 1989.
Magnús K. Hannesson, f. 1955. Stúdent frá MT 1975. Cand. juris frá HÍ 1980.
Framhaldsnám í Exeter í Englandi, við Nordisk Institutt for Sjorett í Osló,
Institut fúr Seerecht und Seehandelsrecht í Hamborg og Karl Marx háskól-
ann í hagfræði í Búdapest. Doktorspróf (PhD) frá Exeter 1991. Lektor við
lagadeild HÍ frá 1989. Rit: Carriage By Sca: The Nature of Transport Documents,
Carriers, and Regulation by Mandatory Conventions. A Study in English and
Scandinavian Law (Exeter, 1991).
Magmis Þorkelsson, f. 1957. Sjá að öðru Ieyti Sögu 1991, bls. 298.
Piebenga, Gryt Anne, f. 1937. Dósent í norsku og íslensku við deild norrænna
mála í háskólanum í Groningen í Hollandi. Lauk doktorsprófi með ritgerð
um verk Rasmusar Rasks um frísneska málfræði. Hefur einnig samið
kennslubók í norsku og íslensk-hollenska/hollensk-íslenska orðabók. Fæst
einkum við rannsóknir á miðaldahelgisögum og hefur birt nokkrar ritgerðir
um þau efni.
Sigurður Hjartarson, f. 1941. Stúdent frá MA 1962. BA-próf í sagnfræði og
landafræði frá HÍ 1965. Master of Letters frá University of Edinburgh (saga
Rómönsku Ameríku) 1968. Við nám og rannsóknir í Stokkhólmi 1976-77,
Mexíkó 1980-82 og í SeviIIa á Spáni 1988. Kennari við Alþýðuskólann á Eið-
um 1967-69, skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi 1969-77, kennari við
Fjölbrautaskólann á Akranesi 1977-78 og MH 1978-80 og frá 1982. Stunda-
kennari við HÍ um árabil. Rit: Þættir úr sögu Rómönsku Ameríku (1976), Undir
Mexíkómána (meðhöfundur, 1982). Þýðandi: Graham Greene, Mdtturinn og
dýrðin (1975) og B.Á. Háger, Samferða um söguna (1987).
Svavar Sigmundsson, í. 1939. Stúdent frá ML 1958. Cand. mag. próf í íslensk-
um fræðum frá HÍ 1966. Tvö stig í bókasafnsfræði frá HÍ. Lektor í íslensku
við HÍ 1968-69, sendikennari í íslensku í Helsinki 1969-71, starfsmaður Orða-
bókar Árnanefndar í Kaupmannahöfn 1971-72, sendikennari í íslensku við
Hafnarháskóla 1972-79, sérfræðingur við Orðabók Háskólans 1980-82, lektor
í íslensku fyrir erlenda stúdenta við HÍ 1982-85, dósent frá 1985. Rit: Orðabók
um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (meðhöfundur, 1982), Islensk
samheitaorðabók (1985). Útgefandi: Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bók-
menntafélags. Snæfellsnes (meðútgefandi, 1970).