Saga - 1993, Blaðsíða 168
166
GRYT ANNE PIEBENGA
láta ósvarað. En fullvíst má telja, að norskir kaupmenn hafi sannar-
lega fært sér þessi fríðindi í nyt er þeir heimsóttu Utrecht, en það
gerðu þeir nær eingöngu er árstíðabundnir markaðir voru haldnir,
svo sem um páska, Jónsmessu (24. júní), Maríumessu hina síðari
(fæðing Maríu 8. september) og Marteinsmessu (11. nóvember).5
Verslun við Utrecht hófst, eins og fyrr segir, á seinni hluta elleftu
aldar en stóð ekki lengur en til seinni hluta þeirrar tólftu, en þá tók
Deventer við því hlutverki. Ef gengið er út frá því að Lciðarvísir sé
skrifaður um 1155 verður að setja spurningarmerki við þá yfirlýsingu,
að pílagrímar hafi haft völ á annaðhvort Utrecht eða Deventer. Lík-
legt er að þessi yfirlýsing hafi ekki staðið í upphaflega handritinu, að
Nikulás hafi ekki nefnt Deventer í sínu handriti, heldur hafi nafni
borgarinnar verið bætt inn í við endurritun árið 1387 til þess að hent-
aði betur þeim tíma. En þá hefði átt að sleppa Utrecht úr því endur-
skoðaða handriti.
Ýmsar ástæður hljóta að hafa ráðið því hvort íslenskir pílagrímar
kusu leiðina um Niðurlönd eða Alaborg í Danmörku. Fyrst og fremst
hlaut það að fara eftir því hversu mörg skip lágu ferðbúin í Björgvin
og hvert ferð þeirra var heitið. Einnig hlýtur það að hafa haft áhrif á
ákvörðun þeirra hvert erindi suðurgöngunnar var. Þeir sem eingöngu
fóru til að borga sektir fóru heldur fótgangandi, því þeim var enginn
akkur í að hraða ferð sinni. Hluti greiðslunnar lá nefnilega í því að
fara fótgangandi, og ef sektin var þung urðu þeir jafnvel að ganga
berum fótum. Aftur á móti má fastlega gera ráð fyrir að þeir, sem
eingöngu leituðu blessunar páfa eða einhverra lækninga, hefðu
ekkert haft á móti siglingu til Utrecht eða Deventer til að stytta leið-
ina.
Niðurlag
Það hefði auðvitað verið ánægjulegt að geta greint hér frá fjölda
þeirra pílagríma er fóru um Niðurlönd á suðurgöngu sinni. Það er
því miður ekki hægt. í íslenskum sögum og annálum er hvergi getið
um fjölda pílagríma. Og ef yfirleitt þótti ástæða að greina frá píla-
5 Sbr. 1) W. Junghans: „Utrecht im Mittelalter". I: Forsclnmgen zur Deutschen CescicliU
9, 1869, bls. 514, 515. 2) J.E.A.L. Struick, Utrecht iloor de cemven lieeu. Utrecht, 1968,
bls. 48, 62, 67.