Saga - 1993, Blaðsíða 223
RITFREGNIR
221
(gott er að ýtt er út orðalagi á borð við „munnlega geymd") og varðveislu
hans. Því næst er fjallað um kyn skáldskapar - mál og hætti.
Skáldamálið mætti fá ögn rækilegri umfjöllun, einkum fyrirbrigðið heiti -
nafnorð sem eru algjörlega einskorðuð við bundið mál - sá þáttur skálda-
máls fær sennilega um hálfa blaðsíðu (56-7) og virðast heitin jafnvel lögð að
jöfnu við nýyrðasmíð. Heitin eru svo furðulegt einkenni á íslenskum skáld-
skap að þau verðskulda frekari athygli. Ekki er minnst á að sum heitin virð-
ast ævaforn, samindóevrópsk nafnorð, t.d. orðin gumi sem er rakið af sömu
rót og ,homo' (maður) í latínu og jór sem er rakið af sömu rót og ,equus í lat-
ínu (Ásg. Blöndal Magnússon, íslensk orðsifjabók). Það er stórmerkilegt að
standa frammi fyrir því að eiga sérstakan orðaforða bundins máls, stundum
fornlegri en almennan orðaforða mælts máls, og er slíkt nokkur vísbending
um djúpar rætur kveðskaparhefðarinnar. Hér má líka sjá vissan mun á orða-
forða eddukvæða og dróttkvæða, heitin tíðkast mjög í eddukvæðum en
kenningar mun síður og þá yfirleitt einfaldar kenningar, en í dróttkvæðum
eru kenningar meginþáttur. Mætti geta þess til að þessi mismunandi notkun
skáldamáls stafi af því að eddukvæðin renni af eldri hefð en dróttkvæði.
Kenningar fá fyllri umfjöllun en heitin (bls. 57 og 58-60) auk þess að síðar í
bókinni er hér og hvar skemmtilega fjallað um myndlíkingar og meðferð
myndmáls í einstökum vísum og kvæðum enda er kenningasmíð mjög mik-
ilvægur þáttur í íslenskum skáldskap um langan aldur. Að sjálfsögðu er hér
rakið hvað er tvíkennt og rekið og einnig gerð grein fyrir myndmáli. En fyrst
jafnvel eru tíndar til samlíkingar eða viðlíkingar þá mætti sem best taka upp
ábendingar Snorra (Háttatali 4.-5. vísu) um sannkenningar og stuðnmgu þvi að
glæsileg lýsingarorð og þá einkum samsett lýsingarorð eru ólítill þáttur í
kveðskapnum. í tveimur vísum á bls. 69 koma fyrir þessar sannkenningar
með stuðningu: sökrammir Egðir, margnýtur málmur, raustljótar svanvengis
snótir, hafbeittur hjálmur.
En allur kaflinn um orðfæri er skrifaður af ást á viðfangsefninu og er t.
góður samanburðurinn neðst á bls. 62 og efst á bls. 63 þar sem borin er
saman tilfinningalegur munur þess að lesa eddukvæði eða dróttkvæði.
í kafla um bragfræði (bls. 62-73) er lesandi á báðum áttum með sumt í
orðavali og skýringum. Það er gerð grein fyrir mismunandi lengd sérhljóða
°g síðan út frá því lengd atkvæða en hins vegar má deila um hvort kemur
nógu skýrt fram hvaða máli þetta skipti í fornum bragarháttum. Höfundur
hefur einfaldlega stytt skýringar um of:
Löng voru atkvæði sem í voru löng sérhljóð ... bú, dreyri,... stutt voru
atkvæði ef í þeim var stutt sérhljóð sem eitt eða ekkert samhljóð fylgdi
á eftir- taka, sök - en einnig af einhverjum ástæðum atkvæði þar sem
sérhljóð kom á eftir löngu sérhljóð: búa.
betta er ófullnægjandi, t.d. gildir orðið „bú" sem stutt atkvæði ef á eftir því
hernur orð sem hefst á sérhljóði en atkvæði á borð við „sök" gildir sem langt
®f það lendir á undan orði sem hefst á samhljóði og eins ef á eftir því fylgir
P°gn, t.d. síðast í vísuorði: „dælt er heima hvað".
hað þarf nákvæmari reglur um atkvæði og frekari skýringu á því hvað er
"áhersla" (þ.e. ris) í vísuorði. Til hagræðis væri að merkja atkvæðalengd og