Saga - 1993, Blaðsíða 21
KEMUR SÝSLUMANNI [ÞAÐ] NOKKUÐ ...?
19
þar sem hver hlypi „fram fyrir annan að tína þorskhausa og síli".31
Mörgum bóndanum gramdist að sjá fjörur sínar sópaðar á þennan
hátt af öðrum, en ekki er samt að sjá af yfirheyrslum að þetta fyrir-
komulag hafi skapað alvarlega árekstra manna á milli. Skortur á lög-
hlýðni skapaði því engan óróa eða óreiðu undir Eyjafjöllum, enda var
það aðeins þegar sýslumaður fór að skipta sér af málum í héraðinu
sem hitna fór í kolunum - þ.e. yfirvaldið, sem átti að tryggja friðinn,
var hinn raunverulegi friðarspillir.
En í raun stafaði þjóðfélaginu - eða a.m.k. því þjóðfélagi sem sýslu-
maður var fulltrúi fyrir - einmitt mesta ógnin af þeirri staðreynd að
bændur settu sér sínar eigin reglur án afskipta ríkisvaldsins. A þann
hátt storkuðu þeir einum helgasta rétti ríkisins, þ.e.a.s. réttinum til
einokunar á setningu bindandi reglna á því landsvæði sem það réð
yfir, um leið og þeir sönnuðu að skrásett og viðurkennd lög voru alls
ekki lífsnauðsynleg fyrir vöxt og viðgang samfélagsins. Hér var stað-
bundnum reglum einnig stefnt gegn lögum sem höfðu verið sam-
þykkt af fulltrúum þjóðarinnar, og þannig var grafið undan því sam-
ræmi sem skal ríkja í lögum þjóðríkisins. Ekki bætti úr skák að mikið
skorti á að samræmi ríkti í þeim reglum sem giltu innan sveitarinnar
sjálfrar, en samkvæmt Sighvati Árnasyni bónda og alþingismanni
Rangæinga höfðu „fjöruferðir [Eyfellinga verið] í mestu óreglu yfir
höfuð og hafa verið frá ómunatíð ..."32 Þá hlaut sú spurning að vakna
hvaða gagn væri að ríkinu ef sveitarfélög gátu vel starfað án afskipta
miðstjórnarvaldsins og þá jafnvel þrátt fyrir skort á skýrt skilgreind-
um lögum. Var til nokkurs að hafa rándýrt yfirvald sem dæmdi hálfa
sveitina í farbann og gæsluvarðhald og stefndi þannig afkomu fá-
tækra bænda og fjölskyldna þeirra í voða, þegar málin höfðu verið
leyst farsællega af íbúunum sjálfum fram að því? Eða, eins og Sig-
urður Halldórsson oddviti Austur-Eyjafjallahrepps benti á í varnar-
skjali í máli bónda nokkurs sem hafði verið ákærður fyrir að hafa átt
þátt í að taka rekafisk og skipta upp ólöglega, „kemur sýslumanni
[það] nokkuð við hvörnin leiguliðar eða aðrir sameignarmenn skipta
milli sín, ef enginn klagar uppá?"33
31 Þf, SkSS, Rang., V.17.19. nóv. 1890.
32 Þl, SkSS, Rang., VI.13. Vamarskjal í máli Péturs Níelssonar, Krókvelli. 16. júní
1892.
33 ÞÍ, SkSS, Rang., VI.13. Vamarskjal í máli Áma Magnússonar, Miðbælisbökkum.
22. júlí 1892.